Eyjafjarðará fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2020 10:00 Flottur sjóbirtingur úr Eyjafjarðará þann 1. apríl Mynd: Elli Steinar Það var eins og víðast hvar á sjóbirtingsslóðum ansi kalt í veðri og það var eiginlega ekki hægt að tala um vorveiði heldur vetrarveiði við Eyjafjarðará við opnun. Það kom samt ekki að sök og á opnunardeginum 1. apríl var 21 fiski landað og einhverjar fréttir eru af fleirum sem duttu af. Þetta var sjóbirtingur í ýmsum stærðum en mest vænn fiskur alveg upp í 80 sm fiska. Greinarhöfund rekur ekki í minni að hafa heyra af vilíka opnun þar síðustu ár eða áratugi og það er vonandi að þetta sé bara byrjunin á því sem áin gæti boðið á næstu árum. Það hefur nefnilega verið þannig eins og víða að það hefur verið mikið drepið af fiski í ánni, þá sérstaklega sjóbirting sem er mjög viðkvæmur stofn en með auknu átaki í að hvetja veiðimenn ti lað sleppaþá er þetta árangurinn og það er vel. Mesta veiðin er á neðri svæðunum og er það yfirleitt fram í maí þó það fari oft aðeins eftir því hvernig vorar. Sjóbleikjan fer síðan að mæta um lok júní en þangað til er greinilega nóg um að vera í sjóbirting til að halda mönnum við efnið. Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði
Það var eins og víðast hvar á sjóbirtingsslóðum ansi kalt í veðri og það var eiginlega ekki hægt að tala um vorveiði heldur vetrarveiði við Eyjafjarðará við opnun. Það kom samt ekki að sök og á opnunardeginum 1. apríl var 21 fiski landað og einhverjar fréttir eru af fleirum sem duttu af. Þetta var sjóbirtingur í ýmsum stærðum en mest vænn fiskur alveg upp í 80 sm fiska. Greinarhöfund rekur ekki í minni að hafa heyra af vilíka opnun þar síðustu ár eða áratugi og það er vonandi að þetta sé bara byrjunin á því sem áin gæti boðið á næstu árum. Það hefur nefnilega verið þannig eins og víða að það hefur verið mikið drepið af fiski í ánni, þá sérstaklega sjóbirting sem er mjög viðkvæmur stofn en með auknu átaki í að hvetja veiðimenn ti lað sleppaþá er þetta árangurinn og það er vel. Mesta veiðin er á neðri svæðunum og er það yfirleitt fram í maí þó það fari oft aðeins eftir því hvernig vorar. Sjóbleikjan fer síðan að mæta um lok júní en þangað til er greinilega nóg um að vera í sjóbirting til að halda mönnum við efnið.
Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði