Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 10:39 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59