Lakers vann naumlega | Thunder hélt einvíginu á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 09:30 LeBron sá til þess að Lakers landaði sigri í nótt. Ashley Landis/Getty Images Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn