Eiður Smári: Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. ágúst 2020 17:30 Eiður Smári Guðjohnsen er þjálfari FH. vísir/skjáskot FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.” Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.”
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira