Raptors og Celtics svo gott sem komin áfram | Jazz og Clipperz í forystu | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 09:00 Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mættust í nótt. Annar nældi í þrefalda tvennu en hinn gerði 36 stig og landaði dýrmætum sigri. Ashley Landis-Pool/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira