Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:30 Higuaín og Khedira [í gulu] mega finna sér nýtt lið en Ítalíumeistarar Juventus vilja rifta samningum þeirra beggja. David Ramos/Getty Images Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira