Barcelona marði Atletico | Wolfsburg skoraði níu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:10 Pernille Harder (t.h.) fór á kostum í dag er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum. EPA-EFE/Vincent West Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira