Hlaupa Setbergshringinn í minningu Úlfars Daníelssonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:08 Leifur Garðarson skólastjóri er á meðal þeirra sem hlaupa í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira