Veiði

Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner

Karl Lúðvíksson skrifar
Norðlingafljót er komið til Fish Parnter
Norðlingafljót er komið til Fish Parnter Mynd: Fish Partner
Eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur vaxið mikið síðustu tvö ár í veiðigreiranum er Fish Partner en þeir voru að bæta við sig einu skemmtilegu veiðisvæði til viðbótar.

Það eru mörg spennandi svæði hjá þeim og þar má til dæmis nefna Köldukvísl, Tungufljót í Skatfártungu, Kárastaði og Svörtukletta við Þingvallavatn, Villingavatnsárós, Villingavatn, Tungná, Blöndukvíslar og Gljúfurá í Húnavatnssýslu bara svo nokkur séu nefnd.

Nýjasta svæðið í flóruna hjá þeim er Norðlingafljót á Arnarvatnsheiði sem kemur nú á almennan markað í fyrsta skipti. Mörgum er kunnugt um laxaævintýrið sem var í ánni en það átti sér stað í neðri hluta árinnar, svæðið sem um ræðir nær frá Bjarnafossi þar sem fyrrum laxasvæði endaði. Áin er nokkuð vatnsmikil og er stórkostlega falleg. Fiskarnir eru mjög vænir og  gaman er að glima við þá. Svæðið er stórtbrotið og er um þrjátíu kílómetrar að lengd, umkringt jöklum og villtri Íslenskri náttúru. Þú getur skoðað þetta svæði og fleiri inná www.fishpartner.is

 






×