Fótbolti

Þriðjungur leik­manna­hóps og þjálfara­t­eymis Valencia með veiruna eftir ferð til Mílanó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mangala er einn þeirra sem hefur verið greindur með veiruna.
Mangala er einn þeirra sem hefur verið greindur með veiruna. vísir/getty
Valencia hefur staðfest að rétt rúmlega þriðjungur leikmannahóps og þjálfarateymis félagsins sé með kórónuveiruna.

Valencia ferðaðist til Mílanó þann 19. febrúar þar sem liðið spilaði gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en útbreiðsla veirunnar hefur verið mikið þar í landi.

Á sunnudaginn fann varnarmaður Ezequiel Garay fyrir einkennum og eftir skoðun kom í ljós að hann og fimm aðrir leikmenn eða þjálfarar félagsins greindust með jákvæð sýni.







Um 35% leikmanna eða þjálfara félagsins eru með veiruna en Valencia datt samanlagt 8-4 út fyrir Atalanta í viðureign liðanna í Meistaradeildinni.

Þann 12. mars var svo spænska deildin send í frí eftir að körfuboltamaður hjá Real Madrid greindist með veiruna. Valencia er í 7. sæti spænska boltans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×