Íslenskir strákar sviknir um HM vegna kórónuveirunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2020 22:30 Íslenska U20-landsliðið vann 3. deild HM í janúar. Hins vegar fær U18-landsliðið ekki að spila á HM í ár. Facebook/@ihi.is Íslenska U18-landsliðið í íshokkí karla var tilkynnt í dag. Skömmu síðar kom hins vegar í ljós að ekkert yrði af þátttöku þess á HM í ár. Alþjóðaíshokkísambandið tilkynnti í dag að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið ákveðið að aflýsa fjölda móta á vegum sambandsins. Þar á meðal er keppni í A-riðli 3. deildar HM, þar sem Ísland átti að spila, en leika átti í Istanbúl í Tyrklandi dagana 16.-22. mars. Íslensku strákarnir fara því ekki til Istanbúl, ekki frekar en leikmenn frá Ísrael, Mexíkó, Belgíu og Taívan sem einnig áttu að leika í riðlinum. Alls var hætt við keppni í fjórum riðlum fyrir U18-landslið karla, og í tveimur riðlum A-landsliða kvenna. Íslenska kvennalandsliðið var gestgjafi B-riðils 2. deildar en því móti lauk um helgina á Akureyri og vann Ísland til silfurverðlauna. Til stendur að A-landslið karla verði gestgjafi í B-riðli 2. deildar, og á mótið að fara fram 19.-25. apríl í Reykjavík. Í tilkynningu frá alþjóðaíshokkísambandinu í dag segir að staðan verði metin frá degi til dags varðandi möguleikann á að aflýsa þurfi mótum í apríl. Einnig á eftir að ákveða hvernig gestgjöfum móta sem þurft hefur að aflýsa verði bættur kostnaður sem þeir kunna að hafa ráðist í.Íslenska U18-landsliðshópinn sem valinn var í dag, en fær ekki að keppa, má sjá hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íshokkí Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri. 29. febrúar 2020 22:00 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 EM 2020 í hættu Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu. 29. febrúar 2020 13:00 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Íslenska U18-landsliðið í íshokkí karla var tilkynnt í dag. Skömmu síðar kom hins vegar í ljós að ekkert yrði af þátttöku þess á HM í ár. Alþjóðaíshokkísambandið tilkynnti í dag að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið ákveðið að aflýsa fjölda móta á vegum sambandsins. Þar á meðal er keppni í A-riðli 3. deildar HM, þar sem Ísland átti að spila, en leika átti í Istanbúl í Tyrklandi dagana 16.-22. mars. Íslensku strákarnir fara því ekki til Istanbúl, ekki frekar en leikmenn frá Ísrael, Mexíkó, Belgíu og Taívan sem einnig áttu að leika í riðlinum. Alls var hætt við keppni í fjórum riðlum fyrir U18-landslið karla, og í tveimur riðlum A-landsliða kvenna. Íslenska kvennalandsliðið var gestgjafi B-riðils 2. deildar en því móti lauk um helgina á Akureyri og vann Ísland til silfurverðlauna. Til stendur að A-landslið karla verði gestgjafi í B-riðli 2. deildar, og á mótið að fara fram 19.-25. apríl í Reykjavík. Í tilkynningu frá alþjóðaíshokkísambandinu í dag segir að staðan verði metin frá degi til dags varðandi möguleikann á að aflýsa þurfi mótum í apríl. Einnig á eftir að ákveða hvernig gestgjöfum móta sem þurft hefur að aflýsa verði bættur kostnaður sem þeir kunna að hafa ráðist í.Íslenska U18-landsliðshópinn sem valinn var í dag, en fær ekki að keppa, má sjá hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íshokkí Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri. 29. febrúar 2020 22:00 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 EM 2020 í hættu Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu. 29. febrúar 2020 13:00 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri. 29. febrúar 2020 22:00
Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30
EM 2020 í hættu Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu. 29. febrúar 2020 13:00
Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45
Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30