Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 08:33 Víðir segir að manninum líði ágætlega og sé ekki mikið veikur. Vísir/vilhelm Níundi Íslendingurinn sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid19-sjúkdómnum kom heim frá Austurríki á sunnudag. Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. Þau eru öll komin í sóttkví. Þetta staðfestir Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Þegar var greint frá því að öll smitin mætti rekja til Ítalíu nema eitt. Nú hefur verið staðfest að umrætt tilfelli má rekja til Austurríkis en maðurinn, sem er á sextugsaldri, hafði verið þar í skíðaferð með fjölskyldu sinni og flogið hingað til lands frá München í Þýskalandi. Í gær var greint frá því að enn væri verið að reyna að ná í farþega úr flugi Icelandair frá München á sunnudag. Kona sem greindist með veiruna á sunnudag var um borð í flugvélinni en hún hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu. Sjá einnig: Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Maðurinn sætir nú heimasóttkví, sem og tveir fjölskyldumeðlimir hans. Víðir segir að gera megi ráð fyrir að fleiri sem tengist manninum verði einnig látnir sæta sóttkví. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir segist sjálfur hafa rætt við manninn, sem líði ágætlega og sé ekki mikið veikur. Enn sé unnið að því að rekja ferðir hans, vinna þess efnis hafi staðið yfir í nótt og haldi áfram í dag. Almannavarnardeild býst ekki við nýjum upplýsingum er varða kórónuveiruna fyrr en á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Sextán tilfelli kórónuveiru hafa verið staðfest í Austurríki, samkvæmt tölum frá því í gær. Þar af hafa sextán greinst í Vín, tvö í Týról og tvö í Neðra-Austurríki. Líkt og áður segir hafa níu tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest á Íslandi. Sex greindust í gær, eitt síðasta föstudag og svo tvö til viðbótar um helgina. Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna gistu allir á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Fréttin hefur verið uppfærð. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Almannavarnir Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2. mars 2020 20:15 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Níundi Íslendingurinn sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid19-sjúkdómnum kom heim frá Austurríki á sunnudag. Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. Þau eru öll komin í sóttkví. Þetta staðfestir Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Þegar var greint frá því að öll smitin mætti rekja til Ítalíu nema eitt. Nú hefur verið staðfest að umrætt tilfelli má rekja til Austurríkis en maðurinn, sem er á sextugsaldri, hafði verið þar í skíðaferð með fjölskyldu sinni og flogið hingað til lands frá München í Þýskalandi. Í gær var greint frá því að enn væri verið að reyna að ná í farþega úr flugi Icelandair frá München á sunnudag. Kona sem greindist með veiruna á sunnudag var um borð í flugvélinni en hún hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu. Sjá einnig: Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Maðurinn sætir nú heimasóttkví, sem og tveir fjölskyldumeðlimir hans. Víðir segir að gera megi ráð fyrir að fleiri sem tengist manninum verði einnig látnir sæta sóttkví. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir segist sjálfur hafa rætt við manninn, sem líði ágætlega og sé ekki mikið veikur. Enn sé unnið að því að rekja ferðir hans, vinna þess efnis hafi staðið yfir í nótt og haldi áfram í dag. Almannavarnardeild býst ekki við nýjum upplýsingum er varða kórónuveiruna fyrr en á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Sextán tilfelli kórónuveiru hafa verið staðfest í Austurríki, samkvæmt tölum frá því í gær. Þar af hafa sextán greinst í Vín, tvö í Týról og tvö í Neðra-Austurríki. Líkt og áður segir hafa níu tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest á Íslandi. Sex greindust í gær, eitt síðasta föstudag og svo tvö til viðbótar um helgina. Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna gistu allir á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Fréttin hefur verið uppfærð. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Almannavarnir Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2. mars 2020 20:15 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2. mars 2020 20:15
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10