Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. mars 2020 12:05 Maðurinn var í skíðaferð í Austurríki ásamt fjölskyldu sinni. Ekki hafa fengist upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra í landinu. Vísir/getty Nær öruggt þykir að maðurinn sem greindist með kórónuveiru í gærkvöldi eftir að hafa dvalið í Austurríki hafi smitast þar í landi en ekki um borð í flugvél. Maðurinn setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. Þetta er gott dæmi um mikilvægi einstaklingsábyrgðar í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Þrjú ný tilfelli kórónuveiru greindust á Landspítalanum í gærkvöldi en í hádegisfréttum RÚV kom fram að tvö tilfelli til viðbótar hefðu greinst í dag. Staðfest tilfelli á Íslandi eru því alls orðin ellefu. Strax var greint frá því að tvö þessara þriggja tilfella, sem greint var frá í gærkvöldi, mætti rekja til skíðasvæða á Norður-Ítalíu, líkt og fyrri tilfellin, en eitt tengdist þeim ekki. Í morgun var svo staðfest að eitt af smitunum þremur sem greindust í gærkvöldi sé rakið til Austurríkis. Þar er um að ræða karlmann á sextugsaldri sem hafði verið í skíðaferð í Austurríki. Hann kom hingað til lands með flugi Icelandair frá München á sunnudag. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Þrjátíu manns í sóttkví Kona sem greindist með veiruna á sunnudag kom einnig með flugi frá München, þó á laugardag. Hún hafði verið á Norður-Ítalíu á skíðum. „Þetta er ekki sama flug,“ segir Víðir Reynisson um München-flugin tvö. Maðurinn var á ferð með fjölskyldu sinni og eru þau öll komin í sóttkví, auk þeirra sem sátu í innan við tveggja sætaraða fjarlægð frá manninum í vélinni. „Við fórum í þessar smitrakningar og erum búin að ná í fólkið sem var á þessu skilgreinda svæðið í flugvélinni og það eru einhverjir þrjátíu manns komnir í sóttkví út af þessu verkefni.“ Smitaðist í Austurríki Þá segir Víðir að maðurinn hafi ekki smitast um borð í flugvélinni heldur að öllum líkindum í Austurríki, þar sem þó hafa ekki komið upp mörg kórónuveirutilfelli hingað til. „Já, við teljum að þetta sé klárt að hann hafi verið smitaður áður en hann kom í vélina, rakningin okkar bendir til þess. Sem þýðir það, já, að hann hefur smitast í Austurríki, sem kemur kannski ekki á óvart. Það eru smit víða. Þetta er þá, hvað getum við sagt, nánast óheppni.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis sagði í morgun að það væri jákvætt að kórónuveirusmit væru að greinast hér á landi. Það væri einmitt til marks um árangursríkt viðbragð stjórnvalda við veirunni. Víðir tekur aðspurður í sama streng. Smitaðir greinist almennt síðar í nágrannalöndum. „Jú, þó það hljómi kannski einkennilega þá er það að ákveðnu leyti góðar fréttir að við séum að ná þessum tilvikum svona snemma í ferlinu. Við erum búin að vera í samskiptum við nágrannaþjóðir okkar og sjá hvernig þeir eru að vinna og það er ljóst að við erum að taka miklu fleiri sýni, við erum að taka miklu fyrr sýni,“ segir Víðir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna um kórónuveiruna klukkan 14 í dag.Vísir/vilhelm „Í svona tilvikum erum við öll almannavarnir“ Markmiðið með hinum hörðu aðgerðum íslenskra yfirvalda sé að hægja á útbreiðslu veirunnar og dreifa þannig álagi á heilbrigðiskerfinu. „Það gengur út á það að heilbrigðiskerfið okkar þolir ákveðið álag, það er vel undirbúið undir þetta, en markmiðið okkar er að teygja á því tímabili þar sem mesta álagið verður á því, þannig að allir fái sem besta þjónustu. Þetta snýst um það að við þurfum ekki að vera að forgangsraða þjónustu heldur getum við veitt sem besta þjónustu fyrir sem flesta.“ Þá segir Víðir að greiningin á veirunni í gær sýni fram á mikilvægi einstaklingsábyrgðar í þessum efnum. „Þessi einstaklingur sem kemur frá Austurríki, hann setur sig strax í samband þegar hann finnur fyrir einhverju. Hann vill láta vita af sér, að hann hafi verið að ferðast. Þó hann hafi ekki verið að koma frá hættusvæði, þá kynnti hann vel fyrir læknunum hvernig honum leið og læknirinn mat þannig að það væri ástæða til að taka sýni. […] Það má segja að í svona tilvikum erum við öll almannavarnir og við þurfum öll að takast saman á við þetta verkefni. Og þetta er mjög stór þáttur í því, að við gætum að því að vera ekki smitberar.“ Ekki er búist við því að nýjar upplýsingar um framgang kórónuveirunnar á Íslandi fáist fyrr en á milli klukkan 14 og 16. Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala, fjalla um veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Víðir mun jafnframt fara yfir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við veirunni. Loks mun Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, fjalla um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu í tengslum við veiruna. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Nær öruggt þykir að maðurinn sem greindist með kórónuveiru í gærkvöldi eftir að hafa dvalið í Austurríki hafi smitast þar í landi en ekki um borð í flugvél. Maðurinn setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. Þetta er gott dæmi um mikilvægi einstaklingsábyrgðar í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Þrjú ný tilfelli kórónuveiru greindust á Landspítalanum í gærkvöldi en í hádegisfréttum RÚV kom fram að tvö tilfelli til viðbótar hefðu greinst í dag. Staðfest tilfelli á Íslandi eru því alls orðin ellefu. Strax var greint frá því að tvö þessara þriggja tilfella, sem greint var frá í gærkvöldi, mætti rekja til skíðasvæða á Norður-Ítalíu, líkt og fyrri tilfellin, en eitt tengdist þeim ekki. Í morgun var svo staðfest að eitt af smitunum þremur sem greindust í gærkvöldi sé rakið til Austurríkis. Þar er um að ræða karlmann á sextugsaldri sem hafði verið í skíðaferð í Austurríki. Hann kom hingað til lands með flugi Icelandair frá München á sunnudag. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Þrjátíu manns í sóttkví Kona sem greindist með veiruna á sunnudag kom einnig með flugi frá München, þó á laugardag. Hún hafði verið á Norður-Ítalíu á skíðum. „Þetta er ekki sama flug,“ segir Víðir Reynisson um München-flugin tvö. Maðurinn var á ferð með fjölskyldu sinni og eru þau öll komin í sóttkví, auk þeirra sem sátu í innan við tveggja sætaraða fjarlægð frá manninum í vélinni. „Við fórum í þessar smitrakningar og erum búin að ná í fólkið sem var á þessu skilgreinda svæðið í flugvélinni og það eru einhverjir þrjátíu manns komnir í sóttkví út af þessu verkefni.“ Smitaðist í Austurríki Þá segir Víðir að maðurinn hafi ekki smitast um borð í flugvélinni heldur að öllum líkindum í Austurríki, þar sem þó hafa ekki komið upp mörg kórónuveirutilfelli hingað til. „Já, við teljum að þetta sé klárt að hann hafi verið smitaður áður en hann kom í vélina, rakningin okkar bendir til þess. Sem þýðir það, já, að hann hefur smitast í Austurríki, sem kemur kannski ekki á óvart. Það eru smit víða. Þetta er þá, hvað getum við sagt, nánast óheppni.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis sagði í morgun að það væri jákvætt að kórónuveirusmit væru að greinast hér á landi. Það væri einmitt til marks um árangursríkt viðbragð stjórnvalda við veirunni. Víðir tekur aðspurður í sama streng. Smitaðir greinist almennt síðar í nágrannalöndum. „Jú, þó það hljómi kannski einkennilega þá er það að ákveðnu leyti góðar fréttir að við séum að ná þessum tilvikum svona snemma í ferlinu. Við erum búin að vera í samskiptum við nágrannaþjóðir okkar og sjá hvernig þeir eru að vinna og það er ljóst að við erum að taka miklu fleiri sýni, við erum að taka miklu fyrr sýni,“ segir Víðir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna um kórónuveiruna klukkan 14 í dag.Vísir/vilhelm „Í svona tilvikum erum við öll almannavarnir“ Markmiðið með hinum hörðu aðgerðum íslenskra yfirvalda sé að hægja á útbreiðslu veirunnar og dreifa þannig álagi á heilbrigðiskerfinu. „Það gengur út á það að heilbrigðiskerfið okkar þolir ákveðið álag, það er vel undirbúið undir þetta, en markmiðið okkar er að teygja á því tímabili þar sem mesta álagið verður á því, þannig að allir fái sem besta þjónustu. Þetta snýst um það að við þurfum ekki að vera að forgangsraða þjónustu heldur getum við veitt sem besta þjónustu fyrir sem flesta.“ Þá segir Víðir að greiningin á veirunni í gær sýni fram á mikilvægi einstaklingsábyrgðar í þessum efnum. „Þessi einstaklingur sem kemur frá Austurríki, hann setur sig strax í samband þegar hann finnur fyrir einhverju. Hann vill láta vita af sér, að hann hafi verið að ferðast. Þó hann hafi ekki verið að koma frá hættusvæði, þá kynnti hann vel fyrir læknunum hvernig honum leið og læknirinn mat þannig að það væri ástæða til að taka sýni. […] Það má segja að í svona tilvikum erum við öll almannavarnir og við þurfum öll að takast saman á við þetta verkefni. Og þetta er mjög stór þáttur í því, að við gætum að því að vera ekki smitberar.“ Ekki er búist við því að nýjar upplýsingar um framgang kórónuveirunnar á Íslandi fáist fyrr en á milli klukkan 14 og 16. Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala, fjalla um veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Víðir mun jafnframt fara yfir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við veirunni. Loks mun Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, fjalla um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu í tengslum við veiruna.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24