Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:19 Táknmálstúlkur greinir frá því sem fram fer á fundinum í dag. Hér má sjá mynd frá fundinum. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28