Erfiðara ef við hefðum ekki fengið Ísland Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 07:00 Gareth Southgate og Roberto Martínez, þjálfarar Englands og Belgíu, léttir í bragði eftir að dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í dag. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30
100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki