Norwich er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í Lundúnum í kvöld.
Jan Vertonghen kom Tottenham yfir á 13. mínútu en Josip Drnic jafnaði metin á 79. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma eða framlengingu og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Norwich klúðraði þar fyrstu spyrnu sinni en Erik Lamela, Troy Parrott og Gedson Fernandes klúðruðu svo sínum spyrnum fyrir Tottenham. Tim Krul varði tvær þeirra en Lamela skaut í þverslá.
Búið er að draga í 8-liða úrslitin og er ljóst að Norwich mætir sigurliðinu úr leik Derby og Manchester United sem fram fer annað kvöld.
8-liða úrslit:
Sheffield United - Arsenal
Newcastle - Man City
Norwich - Derby/Man Utd
Leicester - Chelsea