Fury íhugar að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann við Joshua Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 14:45 Hinn breski Tyson Fury hefur aldrei verið sigraður í hringnum vísir/getty Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé. Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé.
Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30
Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00
Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00