Uppsagnir fylgja breytingum Magnúsar Geirs sem helgar sig listrænni stjórnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2020 14:00 Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Hari Þremur starfsmönnum á skrifstofu Þjóðleikhússins og samningum við fimm fastráðna leikara hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar eru hluti af breytingum á skipulagi Þjóðleikhússins. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi Þjóðleikhússtjóra á nýju ári. Á heimasíðu leikhússins segir að markmið breytinganna sé að skerpa á skipulagi og skilvirkni með það að leiðarljósi að efla listrænt starf og auka listrænan árangur. „Breytingin á að gefa meira næði, fókus og festu í listræna þáttinn,“ segir Magnús Geir í samtali við Vísi. Ari Matthíasson, fráfarandi Þjóðleikhússtjóri, sá lengst af um reksturinn á leikhúsinu samhliða listrænni stjórnun. Magnús Geir ætlar að ráða nýjan framkvæmdastjóra til að halda utan um rekstur leikhússins. „Í nýju skipulagi verður til nýtt rekstrarsvið og mun framkvæmdastjóri sviðsins bera ábyrgð á daglegum rekstri leikhússins sem færist af hendi leikhússtjóra,“ segir á vef leikhússins. Komin mynd á leikhús Magnúsar „Markmiðið er að aðgreina betur listræna þætti og rekstrarlega þætti leikhússin. Með því vonast ég til þess að stefnumörkun og listræn stjórnun til lengri tíma fái meira næði,“ segir Magnús Geir. Hann kynnti starfsfólki breytingarnar á fundi í Þjóðleikhúsinu í gær. Um er að ræða seinni hluta breytinga en áður hafi Magnús Geir kynnt til leiks nýtt listrænt teymi. Eftir breytingarnar sé komin mynd á það hvernig Þjóðleikhúsið verði undir hans stjórn. Ólafur Egill Egilsson leikstjóri er hluti af nýju listrænu teymi í Þjóðleikhúsinu. Þessa dagana vinnur hann að uppsetningu söngleiks um Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. Hann er ekki einu starfsmaðurinn við þá sýningu sem er að færa sig á milli leikhúsa.Hari Magnús segist vonast til og gerir ráð fyrir að þeir fimm leikarar sem fara af föstum samningi nú muni starfa áfram fyrir Þjóðleikhúsið, þó samningsformið sé annað en áður var. Á heimsíðu leikhússins segir að þessi breyting gefi meiri sveigjanleika hjá leikhúsinu í takt við þarfir sem verkefnaval komandi leikárs kallar á. Meðal leikaranna fimm sem missa fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu eru Stefán Hallur Stefánsson, Snorri Engilbertsson og Snæfríður Ingvarsdóttir. 24 leikarar eru fastráðnir hjá Þjóðleikhúsinu og tíu eru á eins árs samningi. Þeim fastráðnu fækkar því um fimm. Þá segir Magnús Geir uppsagnir tæknistjóra, markaðsstjóra og umsjónarmanns fasteigna hluti af breytingum á skipulaginu. Þessi störf hafi verið lögð niður og samhliða skipulagsbreytingum verða þrjú önnur til sem auglýst verða á næstunni. Sópar til sín fólki úr Borgarleikhúsinu Magnús Geir, sem var leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu áður en hann tók við starfi útvarpsstjóra, hefur sópað til sín lykilfólki af gamla vinnustað sínum. Fimm nýir listrænir stjórnendur gengu á dögunum til liðs við Þjóðleikhúsið sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Magnús Geir segist sjálfur munu leikstýra öðru hverju en aðallega sjá um listræna stjórnun í leikhúsinu. Brynhildur Guðjónsdóttir ætlaði í Þjóðleikhúsið þar til henni bauðst staða Borgarleikhússtjóra.Borgarleikhúsið Samkvæmt heimildum Vísis stóð sömuleiðis til að Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona færði sig úr Borgarleikhúsinu yfir í Þjóðleikhúsið. Hún hafði losað sig úr Borgarleikhúsinu og ætlaði að koma í Þjóðleikhúsið sem leikstjóri. Það breyttist hins vegar þegar henni bauðst staða Borgarleikhússtjóra, sem hún þáði. Sjö sóttu um starf Borgarleikhússtjóra og hefur sá orðrómur verið í leikhúsheiminum að Brynhildur hafi ekki verið meðal umsækjenda heldur sótt í starfið. Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Borgarleikhússins, sló þær vangaveltur út af borðinu í samtali við Vísi á dögunum. Brynhildur hefði verið á meðal umsækjendanna sjö. Þorleifur Örn Arnarsson leikhússtjóri var einnig á meðal umsækjendanna. Skömmu eftir að Kristín Eysteinsdóttir tilkynnti óvænt að hún ætlaði að hætta sem leikhússtjóri og Brynhildur var ráðin var tilkynnt að Þjóðleikhúsið hefði samið við Þorleif Örn um að setja upp eina sýningu á ári í leikhúsinu næstu árin. Rómeó og Júlía færist yfir á Hverfisgötu Athygli vekur að tilkynnt var í desember að Þorleifur Örn myndi setja upp Rómeu og Júlíu eftir William Shakespeare á næsta leikári hjá Borgarleikhúsinu. Tveimur mánuðum seinna var tilkynnt að Þorleifur myndi setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu. Það yrði fyrsta sýningin hans samkvæmt nýjum samningi við leikhúsið en Þorleifur Örn gegnir stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Magnús Geir fagnar því að Þorleifur hafi ákveðið að setja Rómeu og Júlíu frekar upp í Þjóðleikhúsinu. „Þorleifur hefur að mestu starfað erlendis á síðustu árum en svo unnið fyrir bæði stóru leikhúsin í Reykjavík. Við erum auðvitað afskaplega glöð yfir því að Þorleifur hafi nú kosið að taka þátt í þessu ævintýri með okkur hér í Þjóðleikhúsinu og gert við okkur langtímasamning um uppsetningu á einni sýningu árlega hér hjá okkur,“ segir Magnús Geir. Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri fór með Rómeu og Júlíu úr Borgarleikhúsinu í Þjóðleikhúsið.Þjóðleikhúsið Samningur við Þorleif til nokkurra ára skapi meiri festu og samfelli hjá leikhúsinu. Í framhaldi af tilkynningu um flutning Þorleifs Arnar var tilkynnt að Brynhildur myndi leikstýra Makbeð eftir Shakespeare leikárið 2021-2022. Miðasöludeild tekur að sér móttöku að tjaldabaki Á heimasíðu Þjóðleikhússins kemur fram að tvær meginstoðir í hinu nýja skipuriti, annars vegar listrænt starf og stefnumörkun sem heyrir beint undir þjóðleikhússtjóra og hins vegar rekstrarsvið undir forystu framkvæmdastjóra þess. Í nýju skipulagi verður til nýtt rekstrarsvið og mun framkvæmdastjóri sviðsins bera ábyrgð á daglegum rekstri leikhússins sem færist af hendi leikhússtjóra. Framkvæmdastjóri rekstrar stýrir þannig nýju rekstrarsviði leikhússins. Samhliða er lögð aukin áhersla á stefnumörkun og listræna stjórnun í starfi leikhússtjóra. Nýtt skipurit hjá Þjóðleikhúsinu sem kynnt var í gær.Þjóðleikhúsið Ný deild á rekstrarsviði sem kallast „samskipti, markaður og upplifun“ hefur það að markmiði að efla samskipti og samtal leikhússins við samfélagið og gesti leikhússins. Það kemur að hluta í stað eldra markaðs- og sölusviðs leikhússins. Á því sviði verður til nýtt starf sem kallast þjónustu- og upplifunarstjóri en markmið þess er að stórbæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta allt frá fyrstu samskiptum í gegnum miðasölu og þar til gestir hafa kvatt leikhúsið. Sá starfsmaður mun leiða bætta veitingaþjónustu, ásýnd aðstöðu gesta og fleira. Þrjú ný störf auglýst Undir nýrri deild á rekstrarsviði sem kallast „skipulag, framleiðsla og ferlar“ eru allar sviðs- og tæknideildir leikhússins. Markmið deildarinnar er að bæta skipulag leikhússins sem og framleiðslu og gæðastjórn á öllum sviðum. Í nýju skipulagi fá stjórnendur sviðs- og tæknideilda aukið sjálfstæði og ábyrgð á sínum verkþáttum. Undir „fjármáladeild“ heyrir fjármálastýring, bókhald og launavinnsla sem var áður á sjálfstæðu sviði, fjármálasviði. Miðasöludeild leikhússins mun bæta við sig því verkefni að sinna móttöku að tjaldabaki eftir breytingu. Í tengslum við skipulagsbreytingarnar verða þrjú ný störf auglýst en samhliða eru önnur eldri störf aflögð. Störfin sem verða auglýst á næstu dögum eru framkvæmdastjóri, verkefnastjóri samskipta, markaðar og upplifunar og þjónustu- og upplifunarstjóri. Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Maríanna Clara nýr dramatúrg Borgarleikhússins Maríanna Clara Lúthersdóttir hefur verið ráðin dramatúrg Borgarleikhússins. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hagalín sem færði sig á dögunum yfir til Þjóðleikhússins. 28. febrúar 2020 21:00 Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þremur starfsmönnum á skrifstofu Þjóðleikhússins og samningum við fimm fastráðna leikara hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar eru hluti af breytingum á skipulagi Þjóðleikhússins. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi Þjóðleikhússtjóra á nýju ári. Á heimasíðu leikhússins segir að markmið breytinganna sé að skerpa á skipulagi og skilvirkni með það að leiðarljósi að efla listrænt starf og auka listrænan árangur. „Breytingin á að gefa meira næði, fókus og festu í listræna þáttinn,“ segir Magnús Geir í samtali við Vísi. Ari Matthíasson, fráfarandi Þjóðleikhússtjóri, sá lengst af um reksturinn á leikhúsinu samhliða listrænni stjórnun. Magnús Geir ætlar að ráða nýjan framkvæmdastjóra til að halda utan um rekstur leikhússins. „Í nýju skipulagi verður til nýtt rekstrarsvið og mun framkvæmdastjóri sviðsins bera ábyrgð á daglegum rekstri leikhússins sem færist af hendi leikhússtjóra,“ segir á vef leikhússins. Komin mynd á leikhús Magnúsar „Markmiðið er að aðgreina betur listræna þætti og rekstrarlega þætti leikhússin. Með því vonast ég til þess að stefnumörkun og listræn stjórnun til lengri tíma fái meira næði,“ segir Magnús Geir. Hann kynnti starfsfólki breytingarnar á fundi í Þjóðleikhúsinu í gær. Um er að ræða seinni hluta breytinga en áður hafi Magnús Geir kynnt til leiks nýtt listrænt teymi. Eftir breytingarnar sé komin mynd á það hvernig Þjóðleikhúsið verði undir hans stjórn. Ólafur Egill Egilsson leikstjóri er hluti af nýju listrænu teymi í Þjóðleikhúsinu. Þessa dagana vinnur hann að uppsetningu söngleiks um Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. Hann er ekki einu starfsmaðurinn við þá sýningu sem er að færa sig á milli leikhúsa.Hari Magnús segist vonast til og gerir ráð fyrir að þeir fimm leikarar sem fara af föstum samningi nú muni starfa áfram fyrir Þjóðleikhúsið, þó samningsformið sé annað en áður var. Á heimsíðu leikhússins segir að þessi breyting gefi meiri sveigjanleika hjá leikhúsinu í takt við þarfir sem verkefnaval komandi leikárs kallar á. Meðal leikaranna fimm sem missa fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu eru Stefán Hallur Stefánsson, Snorri Engilbertsson og Snæfríður Ingvarsdóttir. 24 leikarar eru fastráðnir hjá Þjóðleikhúsinu og tíu eru á eins árs samningi. Þeim fastráðnu fækkar því um fimm. Þá segir Magnús Geir uppsagnir tæknistjóra, markaðsstjóra og umsjónarmanns fasteigna hluti af breytingum á skipulaginu. Þessi störf hafi verið lögð niður og samhliða skipulagsbreytingum verða þrjú önnur til sem auglýst verða á næstunni. Sópar til sín fólki úr Borgarleikhúsinu Magnús Geir, sem var leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu áður en hann tók við starfi útvarpsstjóra, hefur sópað til sín lykilfólki af gamla vinnustað sínum. Fimm nýir listrænir stjórnendur gengu á dögunum til liðs við Þjóðleikhúsið sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Magnús Geir segist sjálfur munu leikstýra öðru hverju en aðallega sjá um listræna stjórnun í leikhúsinu. Brynhildur Guðjónsdóttir ætlaði í Þjóðleikhúsið þar til henni bauðst staða Borgarleikhússtjóra.Borgarleikhúsið Samkvæmt heimildum Vísis stóð sömuleiðis til að Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona færði sig úr Borgarleikhúsinu yfir í Þjóðleikhúsið. Hún hafði losað sig úr Borgarleikhúsinu og ætlaði að koma í Þjóðleikhúsið sem leikstjóri. Það breyttist hins vegar þegar henni bauðst staða Borgarleikhússtjóra, sem hún þáði. Sjö sóttu um starf Borgarleikhússtjóra og hefur sá orðrómur verið í leikhúsheiminum að Brynhildur hafi ekki verið meðal umsækjenda heldur sótt í starfið. Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Borgarleikhússins, sló þær vangaveltur út af borðinu í samtali við Vísi á dögunum. Brynhildur hefði verið á meðal umsækjendanna sjö. Þorleifur Örn Arnarsson leikhússtjóri var einnig á meðal umsækjendanna. Skömmu eftir að Kristín Eysteinsdóttir tilkynnti óvænt að hún ætlaði að hætta sem leikhússtjóri og Brynhildur var ráðin var tilkynnt að Þjóðleikhúsið hefði samið við Þorleif Örn um að setja upp eina sýningu á ári í leikhúsinu næstu árin. Rómeó og Júlía færist yfir á Hverfisgötu Athygli vekur að tilkynnt var í desember að Þorleifur Örn myndi setja upp Rómeu og Júlíu eftir William Shakespeare á næsta leikári hjá Borgarleikhúsinu. Tveimur mánuðum seinna var tilkynnt að Þorleifur myndi setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu. Það yrði fyrsta sýningin hans samkvæmt nýjum samningi við leikhúsið en Þorleifur Örn gegnir stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Magnús Geir fagnar því að Þorleifur hafi ákveðið að setja Rómeu og Júlíu frekar upp í Þjóðleikhúsinu. „Þorleifur hefur að mestu starfað erlendis á síðustu árum en svo unnið fyrir bæði stóru leikhúsin í Reykjavík. Við erum auðvitað afskaplega glöð yfir því að Þorleifur hafi nú kosið að taka þátt í þessu ævintýri með okkur hér í Þjóðleikhúsinu og gert við okkur langtímasamning um uppsetningu á einni sýningu árlega hér hjá okkur,“ segir Magnús Geir. Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri fór með Rómeu og Júlíu úr Borgarleikhúsinu í Þjóðleikhúsið.Þjóðleikhúsið Samningur við Þorleif til nokkurra ára skapi meiri festu og samfelli hjá leikhúsinu. Í framhaldi af tilkynningu um flutning Þorleifs Arnar var tilkynnt að Brynhildur myndi leikstýra Makbeð eftir Shakespeare leikárið 2021-2022. Miðasöludeild tekur að sér móttöku að tjaldabaki Á heimasíðu Þjóðleikhússins kemur fram að tvær meginstoðir í hinu nýja skipuriti, annars vegar listrænt starf og stefnumörkun sem heyrir beint undir þjóðleikhússtjóra og hins vegar rekstrarsvið undir forystu framkvæmdastjóra þess. Í nýju skipulagi verður til nýtt rekstrarsvið og mun framkvæmdastjóri sviðsins bera ábyrgð á daglegum rekstri leikhússins sem færist af hendi leikhússtjóra. Framkvæmdastjóri rekstrar stýrir þannig nýju rekstrarsviði leikhússins. Samhliða er lögð aukin áhersla á stefnumörkun og listræna stjórnun í starfi leikhússtjóra. Nýtt skipurit hjá Þjóðleikhúsinu sem kynnt var í gær.Þjóðleikhúsið Ný deild á rekstrarsviði sem kallast „samskipti, markaður og upplifun“ hefur það að markmiði að efla samskipti og samtal leikhússins við samfélagið og gesti leikhússins. Það kemur að hluta í stað eldra markaðs- og sölusviðs leikhússins. Á því sviði verður til nýtt starf sem kallast þjónustu- og upplifunarstjóri en markmið þess er að stórbæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta allt frá fyrstu samskiptum í gegnum miðasölu og þar til gestir hafa kvatt leikhúsið. Sá starfsmaður mun leiða bætta veitingaþjónustu, ásýnd aðstöðu gesta og fleira. Þrjú ný störf auglýst Undir nýrri deild á rekstrarsviði sem kallast „skipulag, framleiðsla og ferlar“ eru allar sviðs- og tæknideildir leikhússins. Markmið deildarinnar er að bæta skipulag leikhússins sem og framleiðslu og gæðastjórn á öllum sviðum. Í nýju skipulagi fá stjórnendur sviðs- og tæknideilda aukið sjálfstæði og ábyrgð á sínum verkþáttum. Undir „fjármáladeild“ heyrir fjármálastýring, bókhald og launavinnsla sem var áður á sjálfstæðu sviði, fjármálasviði. Miðasöludeild leikhússins mun bæta við sig því verkefni að sinna móttöku að tjaldabaki eftir breytingu. Í tengslum við skipulagsbreytingarnar verða þrjú ný störf auglýst en samhliða eru önnur eldri störf aflögð. Störfin sem verða auglýst á næstu dögum eru framkvæmdastjóri, verkefnastjóri samskipta, markaðar og upplifunar og þjónustu- og upplifunarstjóri.
Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Maríanna Clara nýr dramatúrg Borgarleikhússins Maríanna Clara Lúthersdóttir hefur verið ráðin dramatúrg Borgarleikhússins. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hagalín sem færði sig á dögunum yfir til Þjóðleikhússins. 28. febrúar 2020 21:00 Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Maríanna Clara nýr dramatúrg Borgarleikhússins Maríanna Clara Lúthersdóttir hefur verið ráðin dramatúrg Borgarleikhússins. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hagalín sem færði sig á dögunum yfir til Þjóðleikhússins. 28. febrúar 2020 21:00
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36
Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02