McIlroy í 2.sæti eftir fyrsta hring á Arnold Palmer Ísak Hallmundarson skrifar 6. mars 2020 16:15 McIlroy var í stuði í gær vísir/getty Hinn Norður-írski Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum í golfi, er einu höggi á eftir efsta mann á Arnold Palmer Invitational. Mótið sem fer fram á Bay Hill hófst í gær og lýkur á sunnudaginn. McIlroy lék opnunarhringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn örn og einn skolla í gær. Matt Every er í forystu eftir fyrsta hring á sjö höggum undir pari. Hann spilaði á 65 höggum án þess að fá skolla á hringnum. Every vann mótið árin 2014 og 2015 og eru það einu PGA-mót sem hann hefur sigrað á ferlinum. Talor Gooch er síðan í 3. sæti á fimm höggum undir pari. Tiger Woods, sem hefur sigrað mótið átta sinnum, er ekki með á mótinu vegna bakmeiðsla og sömuleiðis sigurvegari síðasta árs, Francesco Molinari, einnig vegna meiðsla á baki. Annar hringur mótsins hefst kl. 19:00 í kvöld og er sýndur í beinni á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn Norður-írski Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum í golfi, er einu höggi á eftir efsta mann á Arnold Palmer Invitational. Mótið sem fer fram á Bay Hill hófst í gær og lýkur á sunnudaginn. McIlroy lék opnunarhringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn örn og einn skolla í gær. Matt Every er í forystu eftir fyrsta hring á sjö höggum undir pari. Hann spilaði á 65 höggum án þess að fá skolla á hringnum. Every vann mótið árin 2014 og 2015 og eru það einu PGA-mót sem hann hefur sigrað á ferlinum. Talor Gooch er síðan í 3. sæti á fimm höggum undir pari. Tiger Woods, sem hefur sigrað mótið átta sinnum, er ekki með á mótinu vegna bakmeiðsla og sömuleiðis sigurvegari síðasta árs, Francesco Molinari, einnig vegna meiðsla á baki. Annar hringur mótsins hefst kl. 19:00 í kvöld og er sýndur í beinni á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira