Sóli ákvað að endurskapa þetta viðtal í þætti kvöldsins og fær dygga hjálp frá einum af betri leikurum þjóðarinnar. Innslög Sóla í þáttum hans og Gumma Ben hafa vakið mikla lukku í vetur.
„Ég hef mest gert grín að sjónvarpsfólki og þetta er vissulega innan þess ramma. Þetta er samt í fyrsta sinn sem málefni líðandi stundar eru tekin fyrir í þessum innslögum með einhverjum hætti, þó þetta innslag verði auðvitað tóm steypa eins og allt sem ég geri í þessum þætti,“ segir Sóli léttur.
Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld 19:15.