Hrunamönnum fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 16:45 Fjölgun íbúa Hrunamannahrepps er mest á Flúðum og á svæðinu þar í kring. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði. Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði.
Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira