Gummi Ben í fyrsta sinn á hestbaki: „Guð hjálpi mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 11:00 Gummi Ben viðurkenndi áður en hann fór á bak, að hann treysti ekki hestum. Vísir/Hörður Þórhallsson Gummi Ben reyndi ítrekað að hætta við og átti andvökunætur áður en hann fór í fyrsta skiptið á hestbak. Hann veit ekkert um hestamennsku og líkir þessu við að setjast undir stýri án þess að vera með próf. Frumraun hans má sjá í öðrum þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Guðmundur Benediktsson hóf kornungur glæstan feril knattspyrnumanns og var í hópi hinna fremstu á Íslandi þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Nú síðustu ár hefur stjarna hans skinið skært í sjónvarpi, með einstökum lýsingum á fótboltaleikjum, og svo sem þáttastjórnandi ekki síst í hinum geysi vinsæla viðtalsþætti Föstudagskvöld með Gumma Ben. Telma Lucinda Tómasson vissi nákvæmlega hver væri besti maðurinn til þess að fara með Gumma í fyrsta útreiðatúrinn, Sóli Hólm. Klippa: Hestalífið - Gummi Ben og Sóli HólmTreysti ekki hestum Íþróttakempan Gummi Ben lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en þegar kemur að hestum bregst honum kjarkurinn. En þá kemur Sóli Hólm til skjalanna, enda vanur hestum frá blautu barnsbeini. Telma Tómasson og Sóli ákveða að bjóða Gumma á bak hjá Sólhestum, hestaleigu sem pabbi Sóla rekur. „Það sem er best við Gumma er að lappirnar á honum eru þannig að það er eins og hann hafi verið á hestbaki síðan hann fæddist, verið á feitri meri,“ segir Sóli áður en þeir byrja. „Mér líður ekki vel satt að segja. Ég treysti ekki þessum dýrum,“ sagði Gummi en skipti svo á skoðun eftir að hann var kominn af stað. „Þetta er reyndar þægilegra en ég hélt. Ég hélt ég myndi ekki ráða neitt við neitt. Að allir hestar væru eins. Bara bilaðir.“ Sóli leiðréttir Gumma snarlega og segir að flestir hestar séu hinir ljúfustu. Að auki sé hann í byrjendaferð, á byrjendahesti, á byrjendahraða. „Þú værir í innanfótarsendingum ef þetta væri fótbolti,” útskýrir hann.Gummi Ben og Sóli Hólm skemmta landsmönnum saman á föstudagskvöldum á Stöð 2.Vísir/HestalífiðStefnan tekin á Ólympíuleikana Gummi var svo fljótur að ná sér í sjálfstraust í hestamennskunni og sagði við Sóla: „Ég held að ég geti orðið íslandsmeistari, jafnvel heimsmeistari.“ Hann lætur ekki þar við sitja og setur sér háleitt markmið þegar þeir ræða um hestaíþróttina og hindrunarstökk á Ólympíuleikunum. „Það er ógeðslega flott. Ég horfi yfirleitt á það ef ég lendi á því; þeir eru að stökkva yfir á tíma og svona. Það er ógeðslega flott. Ég ætla að fara í það. Ég ætla á Ólympíuleika.“Sóli Hólm, Gummi Ben, Telma og hesturinn Simmi VillVísir/Hörður ÞórhallssonÞáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00 Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Gummi Ben reyndi ítrekað að hætta við og átti andvökunætur áður en hann fór í fyrsta skiptið á hestbak. Hann veit ekkert um hestamennsku og líkir þessu við að setjast undir stýri án þess að vera með próf. Frumraun hans má sjá í öðrum þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Guðmundur Benediktsson hóf kornungur glæstan feril knattspyrnumanns og var í hópi hinna fremstu á Íslandi þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Nú síðustu ár hefur stjarna hans skinið skært í sjónvarpi, með einstökum lýsingum á fótboltaleikjum, og svo sem þáttastjórnandi ekki síst í hinum geysi vinsæla viðtalsþætti Föstudagskvöld með Gumma Ben. Telma Lucinda Tómasson vissi nákvæmlega hver væri besti maðurinn til þess að fara með Gumma í fyrsta útreiðatúrinn, Sóli Hólm. Klippa: Hestalífið - Gummi Ben og Sóli HólmTreysti ekki hestum Íþróttakempan Gummi Ben lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en þegar kemur að hestum bregst honum kjarkurinn. En þá kemur Sóli Hólm til skjalanna, enda vanur hestum frá blautu barnsbeini. Telma Tómasson og Sóli ákveða að bjóða Gumma á bak hjá Sólhestum, hestaleigu sem pabbi Sóla rekur. „Það sem er best við Gumma er að lappirnar á honum eru þannig að það er eins og hann hafi verið á hestbaki síðan hann fæddist, verið á feitri meri,“ segir Sóli áður en þeir byrja. „Mér líður ekki vel satt að segja. Ég treysti ekki þessum dýrum,“ sagði Gummi en skipti svo á skoðun eftir að hann var kominn af stað. „Þetta er reyndar þægilegra en ég hélt. Ég hélt ég myndi ekki ráða neitt við neitt. Að allir hestar væru eins. Bara bilaðir.“ Sóli leiðréttir Gumma snarlega og segir að flestir hestar séu hinir ljúfustu. Að auki sé hann í byrjendaferð, á byrjendahesti, á byrjendahraða. „Þú værir í innanfótarsendingum ef þetta væri fótbolti,” útskýrir hann.Gummi Ben og Sóli Hólm skemmta landsmönnum saman á föstudagskvöldum á Stöð 2.Vísir/HestalífiðStefnan tekin á Ólympíuleikana Gummi var svo fljótur að ná sér í sjálfstraust í hestamennskunni og sagði við Sóla: „Ég held að ég geti orðið íslandsmeistari, jafnvel heimsmeistari.“ Hann lætur ekki þar við sitja og setur sér háleitt markmið þegar þeir ræða um hestaíþróttina og hindrunarstökk á Ólympíuleikunum. „Það er ógeðslega flott. Ég horfi yfirleitt á það ef ég lendi á því; þeir eru að stökkva yfir á tíma og svona. Það er ógeðslega flott. Ég ætla að fara í það. Ég ætla á Ólympíuleika.“Sóli Hólm, Gummi Ben, Telma og hesturinn Simmi VillVísir/Hörður ÞórhallssonÞáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00 Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45
„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00