Bestu kvennalið Evrópu hefja leik í Baskalandi og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 16:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér Þýskalandsmeistaratitlinum með nú fyrrum liðsfélögum sínum í VfL Wolfsburg liðinu. Getty/Maja Hitij Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira