Fóru yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Freyr Alexandersson fyrir framan teiknitölvuna að fara yfir sóknarleik Tottenham liðsins. Mynd/S2 Sport Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira