Fóru yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Freyr Alexandersson fyrir framan teiknitölvuna að fara yfir sóknarleik Tottenham liðsins. Mynd/S2 Sport Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira