Sportpakkinn: Sjokk að sjá niðurstöðu um 80 milljóna sveiflu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 19:00 Það kostar KSÍ drjúgan skilding að reka Laugardalsvöll. vísir/getty Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík um helgina. Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ, segir að meginumræðan á þinginu verði um ársreikning sambandsins. KSÍ tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári en gert var ráð fyrir 30 milljón króna hagnaði. „Þetta var vissulega sjokk að sjá þessar niðurstöður um 80 milljóna króna sveiflu. Menn voru hissa að sjá það en fyrir því eru einhverjar skýringar. Það sem mér finnst mest áberandi er rekstur Laugardalsvallar sem er þungur baggi á sambandinu. Ég held að félögin í landinu geti verið sammála um að við eigum ekki að vera að greiða fyrir völlinn úr sjóðum sambandsins,“ sagði Haraldur við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið við Harald má sjá í heild neðst í fréttinni. Samkvæmt ársreikningi KSÍ kostaði rekstur Laugardalsvallar rúmar 100 milljónir króna eða tæplega 13 milljónum meira en gert var ráð fyrir. „Reykjavíkurborg verður að koma að þessu máli, það er alveg klárt. Borgin á völlinn,“ sagði Haraldur. En ber KSÍ ekki einhver skylda sem rekstraraðili vallarins? „Jú væntanlega liggur einhver þjónustusamningur að baki þar sem forsendur eru brostnar“. Íslendingar mæta Rúmenum á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti í Evrópukeppninni í sumar. Fari það svo að Íslendingar komist ekki í lokakeppnina verður þetta þá ekki erfiður biti fyrir KSÍ? „Þessi rekstraráætlun sem liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir tapi og inni í því er um 100 milljón króna kostnaður vegna þessa umspils. Bæði að koma vellinum í stand og að koma liðinu í gegnum þessa tvo leiki. Ef þessir leikir tapast þá blasir þessi niðurstaða við en ef við vinnum og komust alla leið erum við í frábærum málum. Það er frábært að íslenskur fótbolti sé í þessum sporum og hafi efni á því. En líkt og í fyrra er rekstur Laugardalsvallar allt of stór biti í þessu öllu saman“. Knattspyrnusambandið hefur haldið úti mörgum landsliðum. Hefur það komið til tals að spara þar? „Ég held að það verði ekki skoðað að skera niður hjá landsliðunum en við þurfum vissulega að huga að kostnaði. Árið 2019 er fyrsta árið í nokkurn tíma sem er venjulegt ár í rekstrinum okkar. Í ljós kemur að þar er töluverð framúrkeyrsla og við þurfum að endurskoða þá stöðu“. Fjárhagsstaða knattspyrnuliða á landinu, hún er ekki alltof góð? „Nei það herðir að. Ég er nú búinn að vera framkvæmdastjóri hjá mínu félagi í 10 ár og þetta hefur aldrei verið auðvelt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur“. Hver gæti verið skýringin. Eru félögin að eltast við of dýra leikmenn? „Ég er á því að við erum að borga of há laun en ástandið í þjóðfélaginu er ískalt. Við finnum fyrst fyrir því þegar fyrirtæki draga saman“. Eru fjármálareglurnar í kringum fótboltann nógu skýrar hér á landi? „Ég tel það. Við erum með leyfiskerfi og félögin eru að skila gögnum þessa dagana. Eru fótboltaliðin í landinu sjálfbær? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það, ekki til lengdar“. Það heyrast enn sögur að félögin séu að greiða laun eftir einhverjum krókaleiðum: „Ekki þekki ég það. Ég held að þetta sé verulega breytt frá því sem var hérna á árum áður. Þetta er meira uppi á borðum núna og mörg félög eru með alla sína leikmenn sem launþega sem tíðkaðist ekki fyrir einhverjum árum.“, sagði Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ. Klippa: Rekstur Laugardalsvallar þungur baggi á KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík um helgina. Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ, segir að meginumræðan á þinginu verði um ársreikning sambandsins. KSÍ tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári en gert var ráð fyrir 30 milljón króna hagnaði. „Þetta var vissulega sjokk að sjá þessar niðurstöður um 80 milljóna króna sveiflu. Menn voru hissa að sjá það en fyrir því eru einhverjar skýringar. Það sem mér finnst mest áberandi er rekstur Laugardalsvallar sem er þungur baggi á sambandinu. Ég held að félögin í landinu geti verið sammála um að við eigum ekki að vera að greiða fyrir völlinn úr sjóðum sambandsins,“ sagði Haraldur við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið við Harald má sjá í heild neðst í fréttinni. Samkvæmt ársreikningi KSÍ kostaði rekstur Laugardalsvallar rúmar 100 milljónir króna eða tæplega 13 milljónum meira en gert var ráð fyrir. „Reykjavíkurborg verður að koma að þessu máli, það er alveg klárt. Borgin á völlinn,“ sagði Haraldur. En ber KSÍ ekki einhver skylda sem rekstraraðili vallarins? „Jú væntanlega liggur einhver þjónustusamningur að baki þar sem forsendur eru brostnar“. Íslendingar mæta Rúmenum á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti í Evrópukeppninni í sumar. Fari það svo að Íslendingar komist ekki í lokakeppnina verður þetta þá ekki erfiður biti fyrir KSÍ? „Þessi rekstraráætlun sem liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir tapi og inni í því er um 100 milljón króna kostnaður vegna þessa umspils. Bæði að koma vellinum í stand og að koma liðinu í gegnum þessa tvo leiki. Ef þessir leikir tapast þá blasir þessi niðurstaða við en ef við vinnum og komust alla leið erum við í frábærum málum. Það er frábært að íslenskur fótbolti sé í þessum sporum og hafi efni á því. En líkt og í fyrra er rekstur Laugardalsvallar allt of stór biti í þessu öllu saman“. Knattspyrnusambandið hefur haldið úti mörgum landsliðum. Hefur það komið til tals að spara þar? „Ég held að það verði ekki skoðað að skera niður hjá landsliðunum en við þurfum vissulega að huga að kostnaði. Árið 2019 er fyrsta árið í nokkurn tíma sem er venjulegt ár í rekstrinum okkar. Í ljós kemur að þar er töluverð framúrkeyrsla og við þurfum að endurskoða þá stöðu“. Fjárhagsstaða knattspyrnuliða á landinu, hún er ekki alltof góð? „Nei það herðir að. Ég er nú búinn að vera framkvæmdastjóri hjá mínu félagi í 10 ár og þetta hefur aldrei verið auðvelt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur“. Hver gæti verið skýringin. Eru félögin að eltast við of dýra leikmenn? „Ég er á því að við erum að borga of há laun en ástandið í þjóðfélaginu er ískalt. Við finnum fyrst fyrir því þegar fyrirtæki draga saman“. Eru fjármálareglurnar í kringum fótboltann nógu skýrar hér á landi? „Ég tel það. Við erum með leyfiskerfi og félögin eru að skila gögnum þessa dagana. Eru fótboltaliðin í landinu sjálfbær? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það, ekki til lengdar“. Það heyrast enn sögur að félögin séu að greiða laun eftir einhverjum krókaleiðum: „Ekki þekki ég það. Ég held að þetta sé verulega breytt frá því sem var hérna á árum áður. Þetta er meira uppi á borðum núna og mörg félög eru með alla sína leikmenn sem launþega sem tíðkaðist ekki fyrir einhverjum árum.“, sagði Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ. Klippa: Rekstur Laugardalsvallar þungur baggi á KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14
Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30