Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 23:30 Martin og Braithwaite og Anne-Laure Louis eiginkona hans voru glaðbeitt á Camp Nou í dag. vísir/getty „Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
„Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45