Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu 21. febrúar 2020 07:00 Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG í vikunni. vísir/getty Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjá meira
Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjá meira
Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45
Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30
Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36
Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30