Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 20-21 | Naumur sigur Framara Rúnar Þór Brynjarsson í KA-heimilinu skrifar 22. febrúar 2020 21:45 Stefán Darri Þórsson sækir að vörn KA. vísir/bára Fram hafði betur gegn KA þegar liðin mættust í KA heimilinu fyrir norðan í dag, 21-20, í Olís-deild karla í handbolta. Liðin skiptust á að skora og var munurinn aldrei meiri en 2 mörk. Gestirnir leiddu allan fyrri hálfleikinn en KA hleypti þeim aldrei langt frá sér. Varnarleikurinn hjá báðum liðum var góður og markvarslan til fyrirmyndar. Staðan eftir fyrri hálfleik var 9-11 fyrir Fram. Seinni hálfleikur var ekki síðri en mikil stemmning var fyrir norðan og hjálpaði það eflaust heimamönnum. Fram hélt áfram að leiða leikinn en þegar 6 mínútur voru eftir komst KA í 2 marka forystu eftir góðan kafla. Framararnir stigu þá upp og skoruðu 3 mörk í röð. KA menn fengu síðustu sókn leiksins en náðu ekki að skora og Fram vann þar með sterkan sigur. Markahæstur í liði KA var Jón Heiðar Sigurðsson með 6 mörk. Markahæstur í liði Fram var Þorgrímur Smári Ólafsson en hann átti mjög góðan leik og endaði með 11 mörk.Jónatan Magnússon: Mjög fúll og svekktur „Bara mjög svekktur, svekktur að hafa ekki náð að vinna þetta í dag. Sóknarlega vorum við ekki góðir lengst af og í rauninni var varnarleikurinn góður hjá báðum liðum. Ég er bara mjög fúll og svekktur, ég meina við erum komnir í góða stöðu og erum hérna 20-18 yfir þegar síðustu 5 mínúturnar eru og náum ekki að skora og förum með mikið af færum svo að ég að ég er mjög svekktur vegna þess að við gáfum mikið í leikinn og það er lélegt að hafa ekki fengið neitt út úr honum,“ sagði Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA. „Við náttúrlega erum að fara með alltof mikið af færum, við erum að fara með dauðafæri og hraðaupphlaup þannig að sóknarleikurinn var ekki góður það segir sig sjálft og Framararnir hafa verið að spila góða vörn núna upp á síðkastið og haldið liðunum í fáum mörkum, en eins og ég segi síðustu 5 mínúturnar hefðu mátt fara betur en það er eins og það er,“ sagði Jónatan sem vildi lítið tjá sig um dómgæsluna. „Ég ætla ekki að segja neitt núna mér fannst skrítin lína með ruðningana og úr því sem var þá fannst mér þetta í restina vera bara mjög dýrt en ég verð að sjá þetta aftur þannig að ég ætla ekkert að comennta á þeirra frammistöðu, við vildum vinna og erum svekktir í dag þannig að það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur KA er í Hafnarfirði en þar mætir liðið FH. Halldór Jóhann Sigfússon: Ótrúlega sætt „Það var ótrúlega sætt að vinna auðvitað. Afar erfiður og sveiflukenndur leikur. Við vorum að tapa mörgum boltum en það bjargaði því svosem að KA var á sama leveli og við á því,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram. „Við spilum frábæra vörn en sóknarleikurinn okkar var ekki til útflutnings. Gríðarlega sætt, erfitt að klára svona leiki, bæði lið að gefa mikið í leikinn en við náum ótrúlegum kafla sem að við fórum úr 3 mörkum yfir í 2 mörkum undir. Miðað við spilamennskuna þar þá hefðum við alveg geta tapað þessum leik, en við náðum að snúa þessum leik við og ég er ótrúlega ánægður með vinnusemina og karakterinn í leiknum öllum og hvað þá í lokin. Ágætur leikur til þess að horfa á en þegar ég horfi á leikinn aftur þá held ég að maður hristi hausinn oft,“ sagði Halldór. Næsti leikur hjá Fram er heimaleikur gegn Stjörnuni. Olís-deild karla
Fram hafði betur gegn KA þegar liðin mættust í KA heimilinu fyrir norðan í dag, 21-20, í Olís-deild karla í handbolta. Liðin skiptust á að skora og var munurinn aldrei meiri en 2 mörk. Gestirnir leiddu allan fyrri hálfleikinn en KA hleypti þeim aldrei langt frá sér. Varnarleikurinn hjá báðum liðum var góður og markvarslan til fyrirmyndar. Staðan eftir fyrri hálfleik var 9-11 fyrir Fram. Seinni hálfleikur var ekki síðri en mikil stemmning var fyrir norðan og hjálpaði það eflaust heimamönnum. Fram hélt áfram að leiða leikinn en þegar 6 mínútur voru eftir komst KA í 2 marka forystu eftir góðan kafla. Framararnir stigu þá upp og skoruðu 3 mörk í röð. KA menn fengu síðustu sókn leiksins en náðu ekki að skora og Fram vann þar með sterkan sigur. Markahæstur í liði KA var Jón Heiðar Sigurðsson með 6 mörk. Markahæstur í liði Fram var Þorgrímur Smári Ólafsson en hann átti mjög góðan leik og endaði með 11 mörk.Jónatan Magnússon: Mjög fúll og svekktur „Bara mjög svekktur, svekktur að hafa ekki náð að vinna þetta í dag. Sóknarlega vorum við ekki góðir lengst af og í rauninni var varnarleikurinn góður hjá báðum liðum. Ég er bara mjög fúll og svekktur, ég meina við erum komnir í góða stöðu og erum hérna 20-18 yfir þegar síðustu 5 mínúturnar eru og náum ekki að skora og förum með mikið af færum svo að ég að ég er mjög svekktur vegna þess að við gáfum mikið í leikinn og það er lélegt að hafa ekki fengið neitt út úr honum,“ sagði Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA. „Við náttúrlega erum að fara með alltof mikið af færum, við erum að fara með dauðafæri og hraðaupphlaup þannig að sóknarleikurinn var ekki góður það segir sig sjálft og Framararnir hafa verið að spila góða vörn núna upp á síðkastið og haldið liðunum í fáum mörkum, en eins og ég segi síðustu 5 mínúturnar hefðu mátt fara betur en það er eins og það er,“ sagði Jónatan sem vildi lítið tjá sig um dómgæsluna. „Ég ætla ekki að segja neitt núna mér fannst skrítin lína með ruðningana og úr því sem var þá fannst mér þetta í restina vera bara mjög dýrt en ég verð að sjá þetta aftur þannig að ég ætla ekkert að comennta á þeirra frammistöðu, við vildum vinna og erum svekktir í dag þannig að það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur KA er í Hafnarfirði en þar mætir liðið FH. Halldór Jóhann Sigfússon: Ótrúlega sætt „Það var ótrúlega sætt að vinna auðvitað. Afar erfiður og sveiflukenndur leikur. Við vorum að tapa mörgum boltum en það bjargaði því svosem að KA var á sama leveli og við á því,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram. „Við spilum frábæra vörn en sóknarleikurinn okkar var ekki til útflutnings. Gríðarlega sætt, erfitt að klára svona leiki, bæði lið að gefa mikið í leikinn en við náum ótrúlegum kafla sem að við fórum úr 3 mörkum yfir í 2 mörkum undir. Miðað við spilamennskuna þar þá hefðum við alveg geta tapað þessum leik, en við náðum að snúa þessum leik við og ég er ótrúlega ánægður með vinnusemina og karakterinn í leiknum öllum og hvað þá í lokin. Ágætur leikur til þess að horfa á en þegar ég horfi á leikinn aftur þá held ég að maður hristi hausinn oft,“ sagði Halldór. Næsti leikur hjá Fram er heimaleikur gegn Stjörnuni.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti