Raunveruleikaþættirnir America´s Got Talent og Britain´s Got Talent njót mikilla vinsælda og það þykir mjög eftirsótt að standa sig það vel að dómararnir ýti á gullhnappinn fræga.
Það skilar keppendum ávallt beint í úrslit og þarf mikið til svo að dómarar og jafnvel kynnarnir gangi svo langt að þeir ýti á takkann.
Á YouTube-síðunni Amazing Auditions er búið að taka saman bestu atriðin náðu þeim árangri að fá dómarana til að standa úr sætum sínum og ýta á takkann.
Atriðin eiga það öll sameiginlegt að vera stórbrotinn eins og sjá má hér að neðan.