Tveir fóru holu í höggi á PGA-móti í Mexíkó í gær | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2020 12:30 Jon Rahm kom sér í toppbaráttuna með frábærum þriðja hring. vísir/getty Tveir kylfingar fóru holu í höggi á þriðja hring WGC-Mexico Championship mótsins í golfi í gær. Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie byrjaði á því að fara holu í höggi á þriðju braut. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem Reavie fer holu í höggi og í fimmta sinn sem hann afrekar það á PGA-mótaröðinni. His 5th ace on TOUR. His 2nd ace in 2 months. Chez Reavie makes a hole-in-one on the par-3 third hole at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/rpUKgC0wj4— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rétt rúmum klukkutíma síðar fór Spánverjinn Jon Rahm holu í höggi á 17. braut. Þetta er í annað sinn sem hann fer holu í höggi á PGA-mótaröðinni. What a shot. What a reaction. @JonRahmPGA one-hops it for an ace at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/6CO6dy3gjz— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rahm toppaði þar með frábæra spilamennsku sína. Hann lék þriðja hringinn á tíu höggum undir pari og jafnaði þar með vallarmetið. Rahm fékk fugl á fyrstu fjórum holunum og sex fugla á fyrstu sjö. Hann fór upp um 18 sæti í gær og er í því fjórða fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efsta manni, Justin Thomas frá Bandaríkjunum. Bein útsending frá lokahring WGC-Mexico Championship hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir kylfingar fóru holu í höggi á þriðja hring WGC-Mexico Championship mótsins í golfi í gær. Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie byrjaði á því að fara holu í höggi á þriðju braut. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem Reavie fer holu í höggi og í fimmta sinn sem hann afrekar það á PGA-mótaröðinni. His 5th ace on TOUR. His 2nd ace in 2 months. Chez Reavie makes a hole-in-one on the par-3 third hole at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/rpUKgC0wj4— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rétt rúmum klukkutíma síðar fór Spánverjinn Jon Rahm holu í höggi á 17. braut. Þetta er í annað sinn sem hann fer holu í höggi á PGA-mótaröðinni. What a shot. What a reaction. @JonRahmPGA one-hops it for an ace at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/6CO6dy3gjz— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rahm toppaði þar með frábæra spilamennsku sína. Hann lék þriðja hringinn á tíu höggum undir pari og jafnaði þar með vallarmetið. Rahm fékk fugl á fyrstu fjórum holunum og sex fugla á fyrstu sjö. Hann fór upp um 18 sæti í gær og er í því fjórða fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efsta manni, Justin Thomas frá Bandaríkjunum. Bein útsending frá lokahring WGC-Mexico Championship hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira