Tárin runnu hjá Michael Jordan: Hluti af mér dó þegar Kobe dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Tárin runnu niður kinnar Jordan í ræðunni. Getty/Kevork Djansezian Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira