Sport

Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyson Fury við heimkomuna í dag.
Tyson Fury við heimkomuna í dag. vísir/getty

Tyson Fury, nýkrýndur heimsmeistari í þungavigt, fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Englands í dag.

Á laugardaginn sigraði Fury Deontay Wilder í titilbardaga í þungavigt í Las Vegas.

Fjöldi fólks kom saman á flugvellinum í Manchester til að taka á móti Fury. Hann er fæddur og uppalinn í Manchester.

„Það er aðeins einn Tyson Fury,“ kallaði fólkið á flugvellinum til heimsmeistarans. Fury tók í spaðann á aðdáendum og þakkaði fyrir sig.

Fury hefur unnið 30 af 31 bardaga sínum á ferlinum, þar af 21 með rothöggi.

Búist er við því að næsti andstæðingur Furys verði landi hans, Anthony Joshua.

 

Box

Tengdar fréttir

Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga

Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×