Lyon hélt Ronaldo í skefjum Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 21:45 Cristiano Ronaldo vonsvikinn í leiknum gegn Lyon í kvöld. vísir/getty Lyon vann frábæran 1-0 sigur gegn Ítalíumeisturum Juventus í Frakklandi í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Lucas Tousart skoraði eina markið í kvöld á 31. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Houssem Aouar vinstra megin í teignum. Juventus sótti meira þegar leið á leikinn en tókst ekki að sækja sér mikilvægt útivallarmark og staðan því ágæt fyrir Lyon fyrir seinni leikinn. Meistaradeild Evrópu
Lyon vann frábæran 1-0 sigur gegn Ítalíumeisturum Juventus í Frakklandi í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Lucas Tousart skoraði eina markið í kvöld á 31. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Houssem Aouar vinstra megin í teignum. Juventus sótti meira þegar leið á leikinn en tókst ekki að sækja sér mikilvægt útivallarmark og staðan því ágæt fyrir Lyon fyrir seinni leikinn.
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn