Fimm myrtir í höfuðstöðvum Molson Coors Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 23:22 Árásin er ein þeirra verstu í Wisconsin. AP/Morry Gash Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira