Uppgangur popúlisma Sóley Tómasdóttir skrifar 28. febrúar 2020 13:30 Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar