15 ára að brjótast inn í aðallið Dortmund Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 12:15 Moukoko í leik með undir 19 ára-liði Dortmund. vísir/getty Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims. Þýski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims.
Þýski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira