Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 03:43 Hildur Guðnadóttir. Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira