Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 03:43 Hildur Guðnadóttir. Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira