Vitnaði í bróður sinn heitinn í tilfinningaþrunginni ræðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 06:14 Joaquin Phoenix tekur við Óskarnum í kvöld. Vísir/getty Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar
Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira