„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 11:32 Allir leikmenn KR eru klárir í stórleikinn í kvöld nema Aron Bjarki Jósepsson sem er meiddur. VÍSIR/BÁRA „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
„Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46
„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti