Anníe Mist ræðir meðgönguna og framhaldið: Missti lystina á morgunmatnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eiga von á barni 5. ágúst næstkomandi. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum „Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. Anníe Mist Þórisdóttur er lifandi goðsögn innan CrossFits heimsins ekki aðeins hér á Íslandi heldur úti líka. Hún er líka vinsæll viðmælandi hjá áhugafólki um íþróttina enda alltaf svo jákvæð og skemmtileg en um leið tilbúin að gefa mikið af sér. Þessi nýi hlaðvarpsþáttur er enginn undantekning og þar talar okkar kona meðal annars um metnað sinn fyrir því að verða fyrirmynd fyrir íþróttakonur hvað það varða að koma til baka eftir barnsburð. Anníe er nefnilega hvergi nærri hætt og ætlar því að æfa alla meðgönguna til að undirbúa sig undir það að koma til baka. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Lífið hennar og æfingarnar hafa hins vegar mikið breyst eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Hún þurfti fyrst að fela óléttuna á æfingunum sem var ekki auðvelt en tókst samt ótrúlega vel að hennar mati. Anníe Mist þekkir líkmann sinn mjög vel eftir að hafa þjálfað sig upp í að verða ein besta CrossFit kona allra tíma. „Miðað við það sem ég hef lesið og heyrt þá veit ég ekki betur en það gangi allt mjög vel hjá mér. Ég var ekki með morgunógleði og enga bakverki eða eitthvað slíkt. Það eru samt breytingar. Ég hef alltaf verið spennt að vakna og borða morgunmatinn því ég elska morgunmat. Það hefur hins vegar breyst núna og ég gat ekki lengur borðað hafragrautinn minn á morgnanna sem var uppáhaldið mitt. Ég missti líka lystina á grænmeti og kjöti,“ sagði Anníe Mist og segist hafa þurft að gera ráðstafanir til að fá nægt prótein því það hafi verið erfitt fyrstu vikurnar. „Ég bjóst ekki við breytingunum svona snemma og hélt ég gæti haldið áfram að æfa á fullu en nú þurfa æfingarnar mínar auðvitað aðeins að breytast. Matarlystin breyttist og ég fann fyrir þreytu en gat samt ekki sagt neinum frá því að ég væri ófrísk því ég var komin svo stutt á leið. Þessar fyrstu vikur voru því erfiðastar,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég sagði þjálfaranum mínum strax frá þessu því hann eyðir miklu tíma í að skipuleggja æfingarnar fyrir mig. Ég vildi passa upp á það að ég væri að gera þetta á réttan hátt,“ sagði Anníe Mist sem fór að fylgjast betur með æfingunum sínum. View this post on Instagram Bigger boobs, Bigger belly, things have needed adjustment but feeling GREAT! #enjoylife #NewYork #deadlift A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 11, 2020 at 9:50am PST Gekk nokkuð vel að halda þessu leyndu „Ég nota púlsmælinn til að passa upp á það að ég sé ekki að fara of hratt og passa upp á að allt sé öruggt. Allt í einu var ég farin að segja við stelpurnar sem ég æfi með heima að nú þyrftu þær að vinna mig í þessari æfingu. Ég ætla að æfa með þennan púls en ég gat ekki sagt þeim af hverju. Ég er bara að prófa hjartað og halda ákafanum niðri. Um leið hugsa ég að þær hljóta að vera átta sig á því að eitthvað sé í gangi,“ sagði Anníe Mist. „Ég held samt að fólkið í kringum mig og þau sem voru að æfa með mér hafi samt ekki farið að gruna neitt fyrr en viku áður en ég gerði þetta opinbert. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel að halda þessu leyndu því það sást ekki á mér og ég hélt áfram að nota íþróttatopp,“ sagði Anníe Mist. Hún hélt áfram að vera í toppnum til að reyna að plata fólkið í kringum sig sem hefði aldrei trúað því að ófrísk kona mætti í íþróttatoppi í æfingasalinn. „Þau hefðu haldið að ég reyndi að fela þetta betur en ég ætlaði að láta þetta líta út fyrir að ég væri ekki að fela neitt,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. View this post on Instagram This doesn’t change my destination, it just alters the path #StayTrueToWhoYouAre #BeyondExcited #EnjoyTheJourney A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 5, 2020 at 10:15am PST Anníe Mist heldur áfram að æfa á meðgöngunni og segir að henni líði vel. „Ég læri mikið á hlaupunum en ég er sem betur fer með mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég hef líka lesið mikið og þjálfarinn minn hefur gert það líka. Það eru líka margir á Íslandi sem eru tilbúin að hjálpa mér. Eina vandamálið er bara að það hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir um þetta,“ sagði Anníe Mist en það er kannski ástæða fyrir því. „Ég skil það líka vel því ég væri ekki tilbúin að taka neina áhættu með að athuga hvort einhverjar æfingar séu öruggar eða ekki. Þetta er ekki eitthvað sem þú ert mikið að prófa á þér,“ sagði Anníe Mist. Hún ræddi það hvernig hún nálgast æfingarnar núna. Núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt „Ég hef alltaf farið í æfingasalinn til að verða betri. Ég er kannski ekki að reyna að bæta persónulegu metin mín í hvert skipti en ég passa upp að fá sem mest út úr hverri æfingu. Ég ætlaði aldrei að eiga eitthvað inni eftir æfingu en núna mæti ég í æfingasalinn og er ekki að undirbúa mig fyrir það að keppa á heimsleikunum í ár,“ sagði Anníe Mist og hélt áfram. „Nú mæti ég ekki lengur í æfingasalinn til að verða betri því ég er ekki lengur í forgangi. Íþróttamaður þarf að hugsa mikið um sjálfan sig en núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt þegar það fæðist. Ég þarf síðan líka að hugsa um það að líkaminn minn verði í sem bestu standi eftir að barnið fæðist svo ég geti haldið áfram að æfa og vinna að því að ná markmiðum mínum,“ sagði Anníe Mist „Ég vil koma aftur og ég vil halda áfram að keppa. Hver veit hvað mun gerast en það eru magnaðar fyrirmyndir þarna úti. Þær hafa sýnt að þetta er hægt og nú síðasta hefur Kara Webb sýnt okkur það með því að koma til baka eftir barnsburð. Það er innblástur fyrir mig og vonandi get ég orðið innblástur fyrir aðrar konur líka. Þetta mun ekki breyta því hver ég er því ég er ennþá keppniskona,“ sagði Anníe Mist. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að barnið færðist heilbrigt og að ég komi í góðu ásigkomulagi til baka og þess vegna þarf ég að minnka æfingarnar mínar,“ sagði Anníe Mist en það má horfa á allan hlaðvarpsþáttinn hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32 Annie vill sameina tvö stærstu CrossFit-mótin og búa til eitt risa mót Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum. 31. janúar 2020 22:15 23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum „Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. Anníe Mist Þórisdóttur er lifandi goðsögn innan CrossFits heimsins ekki aðeins hér á Íslandi heldur úti líka. Hún er líka vinsæll viðmælandi hjá áhugafólki um íþróttina enda alltaf svo jákvæð og skemmtileg en um leið tilbúin að gefa mikið af sér. Þessi nýi hlaðvarpsþáttur er enginn undantekning og þar talar okkar kona meðal annars um metnað sinn fyrir því að verða fyrirmynd fyrir íþróttakonur hvað það varða að koma til baka eftir barnsburð. Anníe er nefnilega hvergi nærri hætt og ætlar því að æfa alla meðgönguna til að undirbúa sig undir það að koma til baka. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Lífið hennar og æfingarnar hafa hins vegar mikið breyst eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Hún þurfti fyrst að fela óléttuna á æfingunum sem var ekki auðvelt en tókst samt ótrúlega vel að hennar mati. Anníe Mist þekkir líkmann sinn mjög vel eftir að hafa þjálfað sig upp í að verða ein besta CrossFit kona allra tíma. „Miðað við það sem ég hef lesið og heyrt þá veit ég ekki betur en það gangi allt mjög vel hjá mér. Ég var ekki með morgunógleði og enga bakverki eða eitthvað slíkt. Það eru samt breytingar. Ég hef alltaf verið spennt að vakna og borða morgunmatinn því ég elska morgunmat. Það hefur hins vegar breyst núna og ég gat ekki lengur borðað hafragrautinn minn á morgnanna sem var uppáhaldið mitt. Ég missti líka lystina á grænmeti og kjöti,“ sagði Anníe Mist og segist hafa þurft að gera ráðstafanir til að fá nægt prótein því það hafi verið erfitt fyrstu vikurnar. „Ég bjóst ekki við breytingunum svona snemma og hélt ég gæti haldið áfram að æfa á fullu en nú þurfa æfingarnar mínar auðvitað aðeins að breytast. Matarlystin breyttist og ég fann fyrir þreytu en gat samt ekki sagt neinum frá því að ég væri ófrísk því ég var komin svo stutt á leið. Þessar fyrstu vikur voru því erfiðastar,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég sagði þjálfaranum mínum strax frá þessu því hann eyðir miklu tíma í að skipuleggja æfingarnar fyrir mig. Ég vildi passa upp á það að ég væri að gera þetta á réttan hátt,“ sagði Anníe Mist sem fór að fylgjast betur með æfingunum sínum. View this post on Instagram Bigger boobs, Bigger belly, things have needed adjustment but feeling GREAT! #enjoylife #NewYork #deadlift A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 11, 2020 at 9:50am PST Gekk nokkuð vel að halda þessu leyndu „Ég nota púlsmælinn til að passa upp á það að ég sé ekki að fara of hratt og passa upp á að allt sé öruggt. Allt í einu var ég farin að segja við stelpurnar sem ég æfi með heima að nú þyrftu þær að vinna mig í þessari æfingu. Ég ætla að æfa með þennan púls en ég gat ekki sagt þeim af hverju. Ég er bara að prófa hjartað og halda ákafanum niðri. Um leið hugsa ég að þær hljóta að vera átta sig á því að eitthvað sé í gangi,“ sagði Anníe Mist. „Ég held samt að fólkið í kringum mig og þau sem voru að æfa með mér hafi samt ekki farið að gruna neitt fyrr en viku áður en ég gerði þetta opinbert. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel að halda þessu leyndu því það sást ekki á mér og ég hélt áfram að nota íþróttatopp,“ sagði Anníe Mist. Hún hélt áfram að vera í toppnum til að reyna að plata fólkið í kringum sig sem hefði aldrei trúað því að ófrísk kona mætti í íþróttatoppi í æfingasalinn. „Þau hefðu haldið að ég reyndi að fela þetta betur en ég ætlaði að láta þetta líta út fyrir að ég væri ekki að fela neitt,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. View this post on Instagram This doesn’t change my destination, it just alters the path #StayTrueToWhoYouAre #BeyondExcited #EnjoyTheJourney A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 5, 2020 at 10:15am PST Anníe Mist heldur áfram að æfa á meðgöngunni og segir að henni líði vel. „Ég læri mikið á hlaupunum en ég er sem betur fer með mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég hef líka lesið mikið og þjálfarinn minn hefur gert það líka. Það eru líka margir á Íslandi sem eru tilbúin að hjálpa mér. Eina vandamálið er bara að það hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir um þetta,“ sagði Anníe Mist en það er kannski ástæða fyrir því. „Ég skil það líka vel því ég væri ekki tilbúin að taka neina áhættu með að athuga hvort einhverjar æfingar séu öruggar eða ekki. Þetta er ekki eitthvað sem þú ert mikið að prófa á þér,“ sagði Anníe Mist. Hún ræddi það hvernig hún nálgast æfingarnar núna. Núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt „Ég hef alltaf farið í æfingasalinn til að verða betri. Ég er kannski ekki að reyna að bæta persónulegu metin mín í hvert skipti en ég passa upp að fá sem mest út úr hverri æfingu. Ég ætlaði aldrei að eiga eitthvað inni eftir æfingu en núna mæti ég í æfingasalinn og er ekki að undirbúa mig fyrir það að keppa á heimsleikunum í ár,“ sagði Anníe Mist og hélt áfram. „Nú mæti ég ekki lengur í æfingasalinn til að verða betri því ég er ekki lengur í forgangi. Íþróttamaður þarf að hugsa mikið um sjálfan sig en núna er það númer eitt, tvö og þrjú að barnið mitt verði heilbrigt þegar það fæðist. Ég þarf síðan líka að hugsa um það að líkaminn minn verði í sem bestu standi eftir að barnið fæðist svo ég geti haldið áfram að æfa og vinna að því að ná markmiðum mínum,“ sagði Anníe Mist „Ég vil koma aftur og ég vil halda áfram að keppa. Hver veit hvað mun gerast en það eru magnaðar fyrirmyndir þarna úti. Þær hafa sýnt að þetta er hægt og nú síðasta hefur Kara Webb sýnt okkur það með því að koma til baka eftir barnsburð. Það er innblástur fyrir mig og vonandi get ég orðið innblástur fyrir aðrar konur líka. Þetta mun ekki breyta því hver ég er því ég er ennþá keppniskona,“ sagði Anníe Mist. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að barnið færðist heilbrigt og að ég komi í góðu ásigkomulagi til baka og þess vegna þarf ég að minnka æfingarnar mínar,“ sagði Anníe Mist en það má horfa á allan hlaðvarpsþáttinn hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32 Annie vill sameina tvö stærstu CrossFit-mótin og búa til eitt risa mót Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum. 31. janúar 2020 22:15 23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Sjá meira
Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32
Annie vill sameina tvö stærstu CrossFit-mótin og búa til eitt risa mót Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum. 31. janúar 2020 22:15
23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn