Sportpakkinn: Allir bestu kylfingarnir með á Genesis mótinu í Kaliforníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Tiger Woods hefur aldrei náð að fagna sigri á Genesis mótinu. Getty/David Cannon Golfurum er boðið upp á mikla veislu næstu daga því allar stjörnurnar ætla að mæta til leiks á Genesis PGA-mótinu í Kaliforníu þar á meðal Tiger Woods sem hefur aldrei unnið það. Arnar Björnsson kynnti sér mótið betur. Norður Írinn Rory McIllroy komst í efsta sætið á heimslistanum í vikunni en þar var hann síðast fyrir 5 árum. Aðeins fjórir kylfingar hafa verið lengur í toppsætinu, Tiger Woods í 883 vikur, Greg Norman (331) og Nick Faldo (97). McIllroy sækir hart að Faldo en hann hefur verið í 1. sætinu í 96 vikur. McIllroy skákaði Brooks Koepka úr 1. sætinu. Báðir keppa á Genesis mótinu sem byrjar á Riviera vellinum í Pacific Palisades annað kvöld. Af 10 stigahæstu kylfingum heims vantar aðeins Webb Simpson sem er í sjöunda sæti. Fyrst var keppt á þessu móti fyrir 94 árum, Bubba Watson hefur sigrað þrisvar á þessu móti, 2014, 2016, 2018. Þrír af 12 sigrum hans hafa komið á þessu móti. Klippa: Sportpakkinn: Allir bestu kylfingarnir með á Genesis mótinu í Kaliforníu Tiger Woods, sem er í áttunda sæti, hefur margoft keppt á mótinu en hefur aldrei náð að vinna. Hann varð í 15. sæti í fyrra, 8 höggum á eftir sigurvegaranum J. B. Holmes. „Ég hef spilað oft á þessu móti og það er sárt að hafa ekki sigrað á mínum heimaslóðum á móti sem mér er mjög kært. Mér hefur vegnað vel á mótum í San Diego og Sherwood en ekki hérna. Vonandi tekst mér það núna og við getum átt gott spjall á sunnudaginn. Mér hefur alltaf gengið illa að pútta á þessu móti þrátt fyrir að hafa spilað marga hringi á vellinum“, sagði Tiger Woods. Hér fyrir ofan má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið. Bein útsending frá Riverside vellinum byrjar á Stöð 2 golf klukkan 19.00 í kvöld.Heimslistinn í golfi 1. Rory McIllroy 2. Brooks Koepka 3. Jon Rham 4. Justin Thomas 5. Dustin Johnson 6. Patrick Cantley 7. Webb Simpson (ekki með) 8. Tiger Woods 9. Xander Schauffele 10. Justin Rose 11. Tommy Fleetwood (ekki með) 12. Tony Finau 13. Patrick Reed 14. Adam Scott 15. Louis Oosthuizen (ekki með) ---- 19. Marc Leishman 23. Hideki Matsuyama 38. Jason Day 41. Sergio Garcia 45. Bubba Watson 55. Phil Mickelson Golf Sportpakkinn Tengdar fréttir Rory ætlar að hanga á toppsæti heimslistans Rory McIlroy komst á mánudaginn í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn síðan í september árið 2015 og hann ætlar ekkert að gefa sætið eftir á næstunni. 13. febrúar 2020 08:30 Rory McIlroy aftur kominn upp í toppsæti heimslistans Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. 10. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfurum er boðið upp á mikla veislu næstu daga því allar stjörnurnar ætla að mæta til leiks á Genesis PGA-mótinu í Kaliforníu þar á meðal Tiger Woods sem hefur aldrei unnið það. Arnar Björnsson kynnti sér mótið betur. Norður Írinn Rory McIllroy komst í efsta sætið á heimslistanum í vikunni en þar var hann síðast fyrir 5 árum. Aðeins fjórir kylfingar hafa verið lengur í toppsætinu, Tiger Woods í 883 vikur, Greg Norman (331) og Nick Faldo (97). McIllroy sækir hart að Faldo en hann hefur verið í 1. sætinu í 96 vikur. McIllroy skákaði Brooks Koepka úr 1. sætinu. Báðir keppa á Genesis mótinu sem byrjar á Riviera vellinum í Pacific Palisades annað kvöld. Af 10 stigahæstu kylfingum heims vantar aðeins Webb Simpson sem er í sjöunda sæti. Fyrst var keppt á þessu móti fyrir 94 árum, Bubba Watson hefur sigrað þrisvar á þessu móti, 2014, 2016, 2018. Þrír af 12 sigrum hans hafa komið á þessu móti. Klippa: Sportpakkinn: Allir bestu kylfingarnir með á Genesis mótinu í Kaliforníu Tiger Woods, sem er í áttunda sæti, hefur margoft keppt á mótinu en hefur aldrei náð að vinna. Hann varð í 15. sæti í fyrra, 8 höggum á eftir sigurvegaranum J. B. Holmes. „Ég hef spilað oft á þessu móti og það er sárt að hafa ekki sigrað á mínum heimaslóðum á móti sem mér er mjög kært. Mér hefur vegnað vel á mótum í San Diego og Sherwood en ekki hérna. Vonandi tekst mér það núna og við getum átt gott spjall á sunnudaginn. Mér hefur alltaf gengið illa að pútta á þessu móti þrátt fyrir að hafa spilað marga hringi á vellinum“, sagði Tiger Woods. Hér fyrir ofan má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið. Bein útsending frá Riverside vellinum byrjar á Stöð 2 golf klukkan 19.00 í kvöld.Heimslistinn í golfi 1. Rory McIllroy 2. Brooks Koepka 3. Jon Rham 4. Justin Thomas 5. Dustin Johnson 6. Patrick Cantley 7. Webb Simpson (ekki með) 8. Tiger Woods 9. Xander Schauffele 10. Justin Rose 11. Tommy Fleetwood (ekki með) 12. Tony Finau 13. Patrick Reed 14. Adam Scott 15. Louis Oosthuizen (ekki með) ---- 19. Marc Leishman 23. Hideki Matsuyama 38. Jason Day 41. Sergio Garcia 45. Bubba Watson 55. Phil Mickelson
Golf Sportpakkinn Tengdar fréttir Rory ætlar að hanga á toppsæti heimslistans Rory McIlroy komst á mánudaginn í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn síðan í september árið 2015 og hann ætlar ekkert að gefa sætið eftir á næstunni. 13. febrúar 2020 08:30 Rory McIlroy aftur kominn upp í toppsæti heimslistans Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. 10. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory ætlar að hanga á toppsæti heimslistans Rory McIlroy komst á mánudaginn í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn síðan í september árið 2015 og hann ætlar ekkert að gefa sætið eftir á næstunni. 13. febrúar 2020 08:30
Rory McIlroy aftur kominn upp í toppsæti heimslistans Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. 10. febrúar 2020 12:00