Bein útsending: Samtal við Hildi Guðnadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 16:00 Hildur fagnar Óskarsverðlaununum aðfaranótt mánudags í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Getty Images/Kevin Winter Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi. Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist. Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands. Beint streymi má sjá hér að neðan. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Skóla - og menntamál Tónlist Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi. Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist. Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands. Beint streymi má sjá hér að neðan.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Skóla - og menntamál Tónlist Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira