Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. febrúar 2020 20:13 Benedikt Guðmundsson og hans lið er einum sigri frá bikarmeistaratitli. mynd/stöð2sport „Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina! Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira