Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. febrúar 2020 20:13 Benedikt Guðmundsson og hans lið er einum sigri frá bikarmeistaratitli. mynd/stöð2sport „Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina! Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira