Kynlífsvélmenni geti verið siðferðileg ógn við samfélagið Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 12:07 Dæmi um kynlífsvélmenni sem fyrirtækið Realbotix framleiðir. Vísir/Getty Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“ Kynlíf Tækni Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“
Kynlíf Tækni Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira