Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir fær alvöru samkeppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. Mynd/Instagram/wodapalooza Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira