Sportpakkinn: Alvarlega slasaður eftir rosalegan árekstur í Daytona 500 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2020 14:00 Bíll Ryans Newman kastaðist upp í loftið. vísir/getty Bandaríski ökuþórinn Ryan Newman slasaðist alvarlega í árekstri í Daytona 500 kappakstrinum í Flórída í gær. Daytona 500 er stærsti kappakstur tímabils á NASCAR-mótaröðinni. Áreksturinn varð á lokahring kappakstursins. Newman var með forystu þegar Ryan Blaney keyrði aftan á hann. Bíll Newmans snerist, fór á vegg, skaust þaðan upp í loftið og þegar bíllinn lenti klessti annar ökumaður á hann. Bíll Newmans rúllaði svo eftir brautinni í ljósum logum. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rosalegur árekstur í Daytona 500 Newman var fluttur á spítala í skyndi. Samkvæmt tilkynningu frá liði hans, Roush Fenway Racing, er hann alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. pic.twitter.com/RugPUdmpEk — Roush Fenway (@roushfenway) February 18, 2020 Newman, sem er 42 ára og ekur Ford Mustang, vann Daytona 500 í fyrsta og eina skipti á ferlinum fyrir tólf árum. Denny Hamlin hrósaði sigri í Daytona 500. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum sem Hamlin vinnur Daytona 500 kappaksturinn. Það mátti ekki tæpara standa en Hamlin kom í mark 0,014 sekúndum á undan Blaney. Aldrei hefur munað jafn litlu á tveimur efstu mönnum í Daytona 500. Venjulega eru eknir 200 hringir í Daytona 500 en að þessu sinni voru þeir 209. Akstursíþróttir Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Bandaríski ökuþórinn Ryan Newman slasaðist alvarlega í árekstri í Daytona 500 kappakstrinum í Flórída í gær. Daytona 500 er stærsti kappakstur tímabils á NASCAR-mótaröðinni. Áreksturinn varð á lokahring kappakstursins. Newman var með forystu þegar Ryan Blaney keyrði aftan á hann. Bíll Newmans snerist, fór á vegg, skaust þaðan upp í loftið og þegar bíllinn lenti klessti annar ökumaður á hann. Bíll Newmans rúllaði svo eftir brautinni í ljósum logum. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rosalegur árekstur í Daytona 500 Newman var fluttur á spítala í skyndi. Samkvæmt tilkynningu frá liði hans, Roush Fenway Racing, er hann alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. pic.twitter.com/RugPUdmpEk — Roush Fenway (@roushfenway) February 18, 2020 Newman, sem er 42 ára og ekur Ford Mustang, vann Daytona 500 í fyrsta og eina skipti á ferlinum fyrir tólf árum. Denny Hamlin hrósaði sigri í Daytona 500. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum sem Hamlin vinnur Daytona 500 kappaksturinn. Það mátti ekki tæpara standa en Hamlin kom í mark 0,014 sekúndum á undan Blaney. Aldrei hefur munað jafn litlu á tveimur efstu mönnum í Daytona 500. Venjulega eru eknir 200 hringir í Daytona 500 en að þessu sinni voru þeir 209.
Akstursíþróttir Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira