Íslenska „körfuboltafjölskyldan“ í Bandaríkjunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 19:00 Jón Axel (til hægri) hefur átt góðu gengi að fagna með Davidson háskólanum. Vísir/Getty Þeir Jón Axel Guðmundsson, Hákon Hjálmarsson og Þórir Þorbjarnarson spila á hæsta stigi háskólaboltans í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera eins og lítil fjölskylda í skemmtilegu viðtali við AP fréttaveituna. Körfuboltalið háskóla í Bandaríkjunum spila í mismunandi deildum líkt og við þekkjum í íþróttur hér heima. Efsta deild þar í landi kallast Divison I og leika þremenningarnir allir í henni. Skólar í Division I leggja mikið upp úr körfubolta, aðstaðan er til fyrirmyndar og leikirnir fara fram fyrir framan mörg þúsund áhorfendur.Litla Ísland Það þykir nokkuð magnað að þrír leikmenn frá lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sem er svipuð að stærð og Virginíu fylki spili með nokkrum bestu háskólum Bandaríkjanna. Þá er nefnt í greininni að aðeins 6800 börn æfi körfubolta á Íslandi. Þykir það heldur lítið þegar horft er til þess gífurlega fjölda sem iðkar íþróttina í Bandaríkjunum. Einnig er Pétur Guðmundsson nefndur á nafn sem eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA deildinni. Pétur lék með Portland Trail Blazers 1981-1982, síðar fór hann til Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs frá 1986-1990. Breiðhyltingurinn í New York Hákon lék með ÍR áður en hann hélt út en þessi 21 árs gamli leikmaður er á sínu fyrsta ári í Binghamton háskólanum í New York fylki. Hann byrjaði 10 leiki í röð fyr á leiktíðinni en hefur minna spilað undanfarið. „Ég er ekki að spila eins vel og ég get spilað, ég þarf að vera þolinmóður og nýta tækifærin mín,“ sagði Hákon áður en hann hélt áfram „Þegar ég kom hingað taldi ég að þyrfti ekkert að aðlagast þar sem þetta er bara körfubolti. Eftir að hafa verið hér í nokkra mánuði þá er þetta allt önnur íþrótt en ég er vanur. Á Íslandi er leikurinn meira líkamlega krefjandi en það eru betri íþróttamenn hér. Leikmenn hlaupa hraðar og stökkva hærra,“ sagði hann einnig. Hakon Hjalmarsson with a three pointer to start the second half! pic.twitter.com/5NioIdxbe0— Binghamton MBB (@BinghamtonMBB) November 27, 2019 Úr Vesturbænum til Nebraska Þórir varð Íslandsmeistari með KR áður en hann hélt út í víking til Nebraska þar sem hann stundar nám ásamt því að spila körfubolta. Gegnir hann lykilhlutverki í liði Nebraska háskólans en hann er eini leikmaðurinn sem Fred Hoiberg, þjálfari liðsins, hélt milli ára. Frammistaða hans með U18 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu vakti athygli háskóla í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Ég þekki alla körfuboltaleikmenn á Íslandi. Þetta er lítil fjölskylda á Íslandi,“ segir Þórir meðal annars. Tekið er fram að leiðir þeirra í háskólaboltann hafi ekki legið saman en þeir hafi þó allir þekkt til hvors annars áður en þeir héldu ytra. QUARTERBACK CAM.@Camiscute2@JervayGpic.twitter.com/0fmNy5zfx7— Nebraska Basketball (@HuskerHoops) February 15, 2020 Allt í öllu hjá Davidson Jón Axel, sem er uppalinn Grindvíkingur, sem leikur með Davidson College í Norður-Karólínu. Jón hefur náð stórkostlegum árangri en hann var næstum búinn að leiða lið sitt til sigurs í NCAA mótinu árið 2018. Þar skoraði hann sex 3ja stiga körfur í leiknum og endaði með 21 stig er liðið tapaði naumlega gegn Kentucky háskólanum. Þá var hann valinn 10. besti leikmaður deildarinnar í fyrra af Atlantic. Jafnframt er hann eini leikmaður Divison I til að frá árinu 1993 til að skora 1500 stig, taka 700 fráköst, gefa 500 stoðsendingar, hitta úr 200 3ja stiga skotum og stela boltanum alls 150 sinnum. „Þegar þú æfir með yngri landsliðunum þá ertu alltaf að æfa á sömu stöðunum og hin yngri landsliðin. Svo spiluðum við gegn hvor öðrum í deildinni heima,“ sagði Jón Axel um vináttu þeirra þriggja þó svo að þeir hafi allir alist upp hjá mismunandi liðum. „Að vera úr smábæ frá jafn litlu landi og Íslandi þá sýnir það einfaldlega að það er allt hægt ef maður leggur nægilega mikla vinnu á sig,“ sagði Jón Axel að lokum. After a slow start, @DavidsonMBB’s Jon Axel Gudmundsson finding his formhttps://t.co/HiceX5Au5z— David Scott (@davidscott14) January 28, 2020 Bandaríski háskólakörfuboltinn Íslendingar erlendis Körfubolti Tengdar fréttir Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. 16. febrúar 2020 10:05 Jón Axel nærri þrefaldri tvennu Jón Axel Guðmundsson var afar nálægt þrefaldri tvennu fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt, þegar liðið vann St. Bonaventure 93-64. 15. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Þeir Jón Axel Guðmundsson, Hákon Hjálmarsson og Þórir Þorbjarnarson spila á hæsta stigi háskólaboltans í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera eins og lítil fjölskylda í skemmtilegu viðtali við AP fréttaveituna. Körfuboltalið háskóla í Bandaríkjunum spila í mismunandi deildum líkt og við þekkjum í íþróttur hér heima. Efsta deild þar í landi kallast Divison I og leika þremenningarnir allir í henni. Skólar í Division I leggja mikið upp úr körfubolta, aðstaðan er til fyrirmyndar og leikirnir fara fram fyrir framan mörg þúsund áhorfendur.Litla Ísland Það þykir nokkuð magnað að þrír leikmenn frá lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sem er svipuð að stærð og Virginíu fylki spili með nokkrum bestu háskólum Bandaríkjanna. Þá er nefnt í greininni að aðeins 6800 börn æfi körfubolta á Íslandi. Þykir það heldur lítið þegar horft er til þess gífurlega fjölda sem iðkar íþróttina í Bandaríkjunum. Einnig er Pétur Guðmundsson nefndur á nafn sem eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA deildinni. Pétur lék með Portland Trail Blazers 1981-1982, síðar fór hann til Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs frá 1986-1990. Breiðhyltingurinn í New York Hákon lék með ÍR áður en hann hélt út en þessi 21 árs gamli leikmaður er á sínu fyrsta ári í Binghamton háskólanum í New York fylki. Hann byrjaði 10 leiki í röð fyr á leiktíðinni en hefur minna spilað undanfarið. „Ég er ekki að spila eins vel og ég get spilað, ég þarf að vera þolinmóður og nýta tækifærin mín,“ sagði Hákon áður en hann hélt áfram „Þegar ég kom hingað taldi ég að þyrfti ekkert að aðlagast þar sem þetta er bara körfubolti. Eftir að hafa verið hér í nokkra mánuði þá er þetta allt önnur íþrótt en ég er vanur. Á Íslandi er leikurinn meira líkamlega krefjandi en það eru betri íþróttamenn hér. Leikmenn hlaupa hraðar og stökkva hærra,“ sagði hann einnig. Hakon Hjalmarsson with a three pointer to start the second half! pic.twitter.com/5NioIdxbe0— Binghamton MBB (@BinghamtonMBB) November 27, 2019 Úr Vesturbænum til Nebraska Þórir varð Íslandsmeistari með KR áður en hann hélt út í víking til Nebraska þar sem hann stundar nám ásamt því að spila körfubolta. Gegnir hann lykilhlutverki í liði Nebraska háskólans en hann er eini leikmaðurinn sem Fred Hoiberg, þjálfari liðsins, hélt milli ára. Frammistaða hans með U18 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu vakti athygli háskóla í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Ég þekki alla körfuboltaleikmenn á Íslandi. Þetta er lítil fjölskylda á Íslandi,“ segir Þórir meðal annars. Tekið er fram að leiðir þeirra í háskólaboltann hafi ekki legið saman en þeir hafi þó allir þekkt til hvors annars áður en þeir héldu ytra. QUARTERBACK CAM.@Camiscute2@JervayGpic.twitter.com/0fmNy5zfx7— Nebraska Basketball (@HuskerHoops) February 15, 2020 Allt í öllu hjá Davidson Jón Axel, sem er uppalinn Grindvíkingur, sem leikur með Davidson College í Norður-Karólínu. Jón hefur náð stórkostlegum árangri en hann var næstum búinn að leiða lið sitt til sigurs í NCAA mótinu árið 2018. Þar skoraði hann sex 3ja stiga körfur í leiknum og endaði með 21 stig er liðið tapaði naumlega gegn Kentucky háskólanum. Þá var hann valinn 10. besti leikmaður deildarinnar í fyrra af Atlantic. Jafnframt er hann eini leikmaður Divison I til að frá árinu 1993 til að skora 1500 stig, taka 700 fráköst, gefa 500 stoðsendingar, hitta úr 200 3ja stiga skotum og stela boltanum alls 150 sinnum. „Þegar þú æfir með yngri landsliðunum þá ertu alltaf að æfa á sömu stöðunum og hin yngri landsliðin. Svo spiluðum við gegn hvor öðrum í deildinni heima,“ sagði Jón Axel um vináttu þeirra þriggja þó svo að þeir hafi allir alist upp hjá mismunandi liðum. „Að vera úr smábæ frá jafn litlu landi og Íslandi þá sýnir það einfaldlega að það er allt hægt ef maður leggur nægilega mikla vinnu á sig,“ sagði Jón Axel að lokum. After a slow start, @DavidsonMBB’s Jon Axel Gudmundsson finding his formhttps://t.co/HiceX5Au5z— David Scott (@davidscott14) January 28, 2020
Bandaríski háskólakörfuboltinn Íslendingar erlendis Körfubolti Tengdar fréttir Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. 16. febrúar 2020 10:05 Jón Axel nærri þrefaldri tvennu Jón Axel Guðmundsson var afar nálægt þrefaldri tvennu fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt, þegar liðið vann St. Bonaventure 93-64. 15. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. 16. febrúar 2020 10:05
Jón Axel nærri þrefaldri tvennu Jón Axel Guðmundsson var afar nálægt þrefaldri tvennu fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt, þegar liðið vann St. Bonaventure 93-64. 15. febrúar 2020 10:00