Stuðningsmenn Man. United hrósa Romelu Lukaku fyrir svarið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:00 Romelu Lukaku hefur skorað 33 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Inter. Hann skoraði samtals 42 á tveimur tímabilum með Manchester United sem er alslæmt heldur. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira