Stuðningsmenn Man. United hrósa Romelu Lukaku fyrir svarið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:00 Romelu Lukaku hefur skorað 33 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Inter. Hann skoraði samtals 42 á tveimur tímabilum með Manchester United sem er alslæmt heldur. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti